What a Wonderful world

Tuesday, July 19, 2005

On the soft side


Ég þakka guði fyrir börnin mín á hverjum degi. Ég stoppa stundum , horfi á þau leika sér og hugsa “hvað gerði ég til að vera svo lánsöm að eiga svona yndisleg og heilbrigð börn?” Ég hlýt að þurfa að taka út einhverja sorg, einhver mikil vonbrigði til að borga fyrir það, jafna út ballansinn. Í hvert skipti sem seldir eru geisladiskar eða annað til styrktar börnum sem eru hjartveik, hafa krabbamein eða eiga í einhverjum erfiðleikum kaupi ég það alltaf til að reyna að þakka fyrir það að börnin mín séu búin að vera heilbrigð það sem af er þeirra æfi. Dóttir mín þriggja ára var um daginn að koma úr baði og kom til mín þar sem ég lá við sjónvarpið, hún var með handklæðið um sig og kúrði sig upp við mig, ég knúsaði hana og þurrkaði, ég lagði svo hendina á brjóstkassann á henni og fann þá litla hjartað hennar slá, ég tók hendina nokkuð snögglega í burtu.
Ég furðaði mig svo á þessum viðbrögðum, afhverju fannst mér þetta óþæginlegt? Ég hugsaði svo ekkert frekar út í það og klæddi hana bara í náttfötin. Í gærkvöldi var ég að breiða yfir son minn fyrir svefninn og ég lagði hendina á brjóstið á honum og fann vel hjarta hans slá, og það voru sömu viðbrögð ég tók hendina strax í burtu. Svo bara knúsaði ég hann og kissti góða nótt. Í gærkvöldi gat ég ekki með nokkru móti sofnað og var að hugsa um þetta og áttaði mig á því að ástæðan fyrir því að ég hafði kippt hendinni og óþæginlega tilfinningin sem ég fann var einfaldlega hræðsla, hjartsláttur barna minna gerði mér það ljóst að börnin mín eru ekki ódauðleg.

Maður á aldrei að tala um að það geti eitthvað komið fyrir, maður á ekki að velta sér uppúr “hvað ef?” það er ekki hollt, þá ofverndar maður börnin sín og verður taugaveikur... enn ef maður veltir þessu aldrei fyrir sér getur maður þá nokkurntímann verið full þakklátur fyrir það að eiga heilbrigð börn, er það sjálfsagt? Nú eru börnin mín svo ung að þau hafa rétt hafið æfi sína og ég get ekkert vitað hvernig heilsa þeirra eða annað verður í framtíðinni, en ég er þakklát fyrir það að meðganga, fæðing og þessi fyrstu ár hafa verið áfallalaus.
Þið sem eigið ekki börn og lesið þetta haldið sjálfsagt að nú sé ég endanlega að missa mig. Enn þið sem eigið börn og vitið hvað skilyrðislaus ást er, prófið að setja hendi ykkar yfir beran brjóstkassann og finna hjarta þeirra slá, það er mjög sérstök tilfinning.


Þetta blogg er með því mýksta sem það gerist hjá mér, svo harðbrjósta ofurmenni komið aftur seinna ;)

4 Comments:

  • Úff, gott að vita að það eru fleiri en maður sjálfur sem gerir þetta. Stundum finnst mér líka svo óþægilegt að hugsa til þess þegar maður leggur lófa eða eyra við og hlustar á þennan vöðva, að lífshamingja manns byggist upp á þessu litla líffæri. Það er bara svo ótrúlegt. En ég hugsa einmitt oft einsog þú, fer maður að lenda í einhverju sorglegu?, þegar það hellist yfir mann þessi ótrúlega ást og hamingja við að horfa á litlu fjölskylduna sína. Maður er svo ótrúlega lánsamur, í litla heiminum sínum á litla Íslandi. Takk fyrir þetta blogg, af svo ótrúlega mörgum ástæðum :o)
    Kv, Jóhanna Ýr

    By Anonymous Anonymous, at 9:01 AM  

  • Ég lendi einmitt oft í þeirri aðstöðu að horfa á börnin mín og furða mig á því að ég skuli eiga þau... Ég verð einhvern veginn alltaf jafn hissa á því að vera hluti af svona kraftaverki...Þetta hefur líka fengið mig til að endurmeta viðhorf mitt til foreldra minna. Ætli maður skilji þá ekki betur þegar maður hefur sjálfur eignast börn og gerir sér grein fyrir þessari skilyrðislausu ást sem allir bera til barnanna sinna...Góður pistill Berglind... kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 2:06 PM  

  • Takk fyrir commentin stelpur, gott að lesa þau :)

    By Blogger Bella Blogg, at 2:32 AM  

  • Fallegur pistill og skemmtileg lesning. Ég ætla að fá að taka þessa pælingu eitt skref til hliðar en það er um börn sem kraftaverk. Mér finnst ótrúlegt kraftaverk að tvær manneskjur geti saman búið til litla mannveru. Mér finnst ótrúlegt að tvær frumur verði að heilum líkama með öllum því sem líkami er fær um að gera. En það sem mér þykir það merkilegasta er að þessi litli líkami skuli fá sál! Sjálfstæðan persónuleika, skap, hugsanir, langanir og vilja.. Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 5:59 AM  

Post a Comment

<< Home