Þjóðhátíð og steypuryk
Það slær nú alltaf hraðar í okkur eyjamönnum hjartað þegar þessi helgi hefst. Við Siggi fjarri góðu gamni að flytja í dag í nýju íbúðina meðan vinir og fjölskyldur flytja inn reyktan lunda, smurt brauð og gamlan dívan inní hvítt tjald. Ég er að drepast af þjóðhátíðarsýki og reyni eins og ég get að einbeita mér að nýju SMEG gaseldavélinni sem er verið að koma fyrir heima hjá mér og sjá fyir mér hvíta vaskinn minn. Það er reyndar allt í steypuryki ......... í augum og eyrum, ofan á brauð og undir koddanum ........og fyrir utan blokkina er ástandið eins og í Írak, brotajárn og drasl um allt með tilheyrandi látum frá hinum ýmsu gerðum vinnuvéla. Við siggi höfum ekki minnst á það við hvort annað að Þjóðhátíðin sé að hefjast, bæði vitum að það er einfaldlega bannað að minnast á þjóðhátíð þegar maður er ekki á leið þangað, flestir eyjamenn sem ætla sér ekki að vera á þjóðhátíð fara erlendis því annars er alltaf hætta á að fólk standist ekki freistinguna og skelli sér yfir á laugardegi eða sunnudegi þegar afurhald er á þrotum.
Ég finn lyktina af reykta lundanum, ég finn spennuna í loftinu, regngallinn er tilbúin, flatkökurnar smurðar, vínstaflinn óvígður, Herjólfur er að koma troðfullur, tjörnin er hrein og grasið ekki orðið að mold. Útvarpið segir að það sé brakandi blíða.. við skulum sjá hvað gerist..........
Eyjamenn nær og fær......GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ !!
6 Comments:
Gleðilega þjóðhátíð sömuleiðis. Við Vínkonur munum hugsa til þín og skála fyrir þér nokkrum sinnum. Kannski maður slái bara á þráðinn á laugardagskvöldinu þegar flugeldasýningin er og tékkar á stemmingunni hjá þér í nýja húsinu. Svo er aldrei að vita hvort maður eigi ekki eftir að rekast á þig á sunnudeginum í miðri tjörn. kv. Ingunn
By Anonymous, at 4:36 AM
já einmitt Ingunn ;)
By Bella Blogg, at 4:37 AM
Það er algjör tortúr að hugsa til þess sem er að gerast núna inní Herjólfsdal. Ég reyni að einbeita mér að Rússnesku Byltingunni en Lenín, Stalín og kærleiksbirnir þeirra virðast tíu sinnum leiðinlegri þegar ég hugsa til þess sem ég er að missa af. Dæs... kannski að ári? Kv, Jóhanna Ýr
By Anonymous, at 12:38 PM
ojjjjjjjjjj ég hata þetta.... Hvaða rugl var þetta í manni...????kv.ragnajenny
By Anonymous, at 4:13 PM
Sæl fyrrverandi bekkjarsystir (tekurðu eftir því að ég skrifa ekki „gamla bekkjarsystir“ ;)
Sé á skrifum þínum að þú þjáist af því sem bróðir minn, sálfræðineminn, hefur skilgreint sem „Þjóðhátíðarröskun“. Við ræddum þetta yfir grillsteik hér í Danmörku yfir nýliðna Verslunarmannahelgi. Á síðunni minni leyfi ég mér að vitna í stutta grein sem Hjalti skrifaði um fyrirbærið, en þar segir brósir helstu einkenni vera m.a. óákveðni, þrjósku, yfirlýsingagleði og svefnleysi. Þau séu þó vanalega tímabundin og eigi sér oftast stað einni til tveimur vikum fyrir Verslunarmannahelgi. Hafirðu áhuga á þremur meðferðarúrræðum ertu ávalt velkomin inná www.hvati.is ;)
Bestu brúðkaupskveðjur annars,
Sighvatur Jónsson
By Anonymous, at 5:22 PM
Gott að vita af þjáningarbræðrum og systrum um allann heim, takk fyrir stuðninginn ;)
By Bella Blogg, at 2:01 AM
Post a Comment
<< Home