What a Wonderful world

Thursday, July 07, 2005

I need a new sensasion on a good vacation !



Jæja nú er ég farin í viku frí norður á Akureyri, eins og sést á myndinni hér til hægri er Siggi búinn að setja farangurinn í nýja pick-uppinn sem við keyptum á E-bay þar sem dollarinn var í lágmarki og tollar af þessum brjál-tækjum er bara 13% og ómögulegt að láta svo góðan díl framhjá sér fara, tala nú ekki um díselið/velarolíuna sem sparar okkur þvílíka bensínpeninginn á þessum tímum olíuskorts og samkeppnisleysis þar sem konur allra olíufursta Íslands hittast vikulega í saumaklúbb og skiptast á “Lasagnia uppskriftum”. Dorrit fær far hjá Baugi og sparisjóðsstjórar í Hafnarfirði þurfa að láta byggja við kjallarann hjá sér til að koma öllum seðlunum einhversstaðar fyrir. Spilling og kjaftabull um allt og eina vandamálið er að við liggjum svo södd á meltunni í nýja nautsleðursófanum eftir lánahagræðingar að það eina sem gerist er að hinn íslenski borgari (bráðum kallaður hinn íslenski hamborgari, því þjóðin fitnar svo hratt) snýr sér bara við í nautinu og rekur hátt við. Við höfum það svo gott að við nennum ekki að pæla í því, eða vinnum svo mikið að þegar við loksins eigum frí nennum við ekki að sóa því í þetta bullshit og hafa áhyggjur af því að Jón Ásgeir sé ennþá með sítt að aftan vegna þess að hann er svo upptekinn af því að raka að sér peningum að hann hefur ekki einu sinni tekið eftir því að þessi hárgreiðsla er löngu komin úr tísku (nema að hann sé búin að vera að bíða eftir Duran Duran allann þennan tíma og Hagkaupspæjan gefist upp á endanum og keypt Duran til landsins í von um klippingu fyrir gæjann á eftir...veit ekki...þessi pæling komin miklu lengra en ég nenni..og hollt er geðheilsunni....).

Semsagt ég ætla að gera það nákvæmlega sama og allir hinir útúrvinnuþjörkuðu hamborgararnir, skella mér í frí og láta sem ég viti ekki af þessu freti öllu
saman. Taka bara Silviu Nótt á þetta bara “ok ..ok ..ok...ok... skil þig....ok..ok...ok..ok...
p.s. blogga kannski frá höfuðstað norðurlands ef ég verð ekki slefandi í einhvern sólbekk með grillaða pylsu á kantinum allann tímann.

4 Comments:

  • wahhahaha.... bloggaðu líka á Akureyri. þú ert svo fyndin :)

    By Anonymous Anonymous, at 9:51 AM  

  • Guð það er alltaf svo gaman að "lesa þig". Mér finnst þetta ágætis þjóðfélagsádeila svona í bland við góðan húmor. Kv. Þórey

    By Anonymous Anonymous, at 3:12 PM  

  • góða ferð norður og hafið það gott ummmhhh og fáið ykkur 1l af brynjuís á dag .... til að viðhalda hamborgurunum :)

    kv Ágústa

    By Anonymous Anonymous, at 6:17 AM  

  • Nákvæmlega svona er Ísland í hnotskurn.
    Meðalfjölskyldan hefur meiri áhyggjur af því hvort eigi að kaupa stóra eða risastóra "gasgrillus maximus" heldur en því sem er gert í þeirra nafni, þ.e.a.s. styðja stríð, styðja stóriðju, styðja þá sem ríkari eru...
    -"já já, það verða örugglega einhverjir activistar sem mótmæla þessu fyrir okkur.."
    "já já stjórnmálamennirnir hljóta að vita hvað þeir eru að gera, elskan viltu steikina medium rare?"

    allavega, akureyri er svo fyndinn staður. Ég veit aldrei hvað ég á að gera við mig þegar ég er þar og enda yfirleitt stanslausu flakki á milli kaffihúsa og bakaría, þ.e. ef ég er ekki í sundi, labbandi upp brekku eða að blóta helvítis mávunum á tjaldstæðinu. Matarlyst er verðmæt á svona stað (þá meina ég að til þess að hafa eitthvað að gera verður maður að geta étið (u got me brov?)).
    og hérna..góða skemmtun og bið að heilsa krökkum og manni.
    ps. er rosa sammála bakpokanum. falleg veffærsla.

    By Blogger -(..)-, at 1:11 PM  

Post a Comment

<< Home