What a Wonderful world

Tuesday, July 26, 2005

Ég GÆS !!

Já elskulegu vinkonur mínar náðu mér aldeilis á föstudaginn. Þær meikuðu dag sem ég á aldrei eftir að gleyma svo lengi sem ég lifi. Lang flestar komnar langa leið (úr eyjum) til að ná mér og búnar að vera að plotta í langan tíma. Stuðið byrjaði á hádegi þegar vinnufélagi minn hún Elín stakk uppá því að við færum nú á vox að borða í hádeginu, enn við förum stundum og fáum okkur eitthvað og nú kom hún með hugmynd að við yrðum flottar á því. EFtir matinn segir hún að hÚN þurfi að fara upp og tala við vinkonu sína sem vinnur í SPa-inu og ég bara "ok" og elti hana upp, hafði smá áhyggjur að ´við værum nú orðnar soldið seinar í vinnu. Þegar við komum upp er mér réttur sloppur og handklæði ásamt BRATZ poka, þá byrjaði ég að svitna...ó nei.. núna...það er föstudagur... hey ég þarf að fara í vinnu. (vissi ekki þá að yfirmaður minn og Elín vissu þetta í margar vikur og löngu búið að redda mér fríi) Ég labba skjálfandi skrefum inní klefa og les kortið, sem var ljóð, ,, ég var svo stressuð að ég las það þrisvar til að ná innihaldinu og þar var minnst á MAtrix og kattar mjálm eitthvað og ég fann að hjartað sló hraðar.. svo var ég bara tekin í nudd og reyndi að slaka á. Þegar þeim huggulegu heitum lauk var mér afhendur lykill af skáp og ég arkaði að skápnum og það leið næstum yfir mig þegar ég sá hvað þar var. Það eina sem ég sá var SVART, glansandi LATEX...ó nei ..er þetta MASÓ búningur SHIT... í skápnum var BAcardi romm eitthvað og ég hljóp framm eftir upptakara .. þessi flaska skildi opnuð áður en næstu skref yrðu ákveðin..ég settist á nærbuxunum á bekkinn inni í klefanum og þambaði rommið, fínu frúrnar í ræktinni horfðu á mig ... "hver hleypti þessari inn " var á svipunum og mig langaði til að hverfa...ég sagði við stelpuna sem horfði á mig "ég ætla bara að sitja hérna og drekka" Hún horfði á mig "OK"...og hugsaði CRAZY..... "það er verið að gæsa mig og ég þori ekki í búninginn" sagði ég og hélt áfram að drekka. Næst tók ég framm gallann og þá sagði stelpan mér til huggunar þetta er CATWHOMAN dress !!! OK... það er skárra en MASÓ búningur.. ég í búninginn og framm þar sem stelpurnar biðu og hlógu að sjálfsögðu. ég var máluð eins og Silvia Nótt og stelpurnar voru allar í svörtu með sólgleraugu í stíl. Þá var skálað og svo brunað af stað í MAtrix bílnum. Fyrsta stopp var tannlæknastofa og ég bara svitnaði meira..hvað í andsk... er hægt að gera þar. Jú ég fékk bláan "demant" í tönnina (something blue eins og sagt er fyrir brúðkaup) og mér til mikillar ánægju var endajaxlinn ekki tekinn. Næst var stoppað í kópavogi og tekið eitt skot á kaffihúsi Kristó og brunað í sjónvarpshúsið þar sem ég fékk myndatökur með frægu fólki og þar á meðal í fanginu á Loga BErgmann og er því að bursta forsíðu- keppni okkar vinkvenna á heimasíðu okkar (local húmor). EFtir það var brunað á Austurvöll (by the way það var 25 stiga hiti og brjáluð blíða)og þar var stappað af fólki. Einn túristi tók nokkrara myndir og margir horfðu mjög stíft á mig að ég fann. Við settumst í grasið og veitingar voru lagðar, snittu samlokur og hvítvín, BARA geðveikt !! Næst var hoppað í Matrix bílinn og í klifursal þar sem ég fékk að klifra eins og köttur og leysti það bara vel úr hendi þó sjálf segi frá og komst á toppinn (smá harðsperrur daginn eftir). Fékk svo flottan bol sem minjagrip. EFtir þetta var farið til Pálma bróðir þar sem var gardenpartý með mínum uppáhaldsmat.. Indverskum,, nammi nammmmmm... og vín með (þurfti ég nokkuð að segja það) Svo mátti ég fara í sturtu og kveðja gallann. Þá kom að video stund þar sem Gyða hafði sett saman heimildarmynd um mig, viðtöl við fullt af fólki sem finnst ég æðisleg ;) og myndir frá því ég var nokkra mánaða og uppúr, myndir af okkur vinkonunum og svo af Sigga og englunum mínum, nokkra klúta video og alveg meiriháttar skemmtilegt. Svo fékk ég gjafir, nærbuxur sem má borða með bananabragði, eitthvað .........sem ég útlista ekkert betur og svo bók um mig, svona stjörnubók eins og mig hefur alltaf langað í .. BARA FR'ABÆRT !! Við tók svo SING STAR, þar sem raddböndin voru þanin og mikið hlegið. Pálmi var alltaf að koma með Tequla inná milli svo allt væri örugglega í hámarki og þakið ætlaði af með Queen "WE are the champions my friend" .....SNILLLLLLDDDDDDD Svo vaggaði hópurinn niður á laugarveg á tjúttið.....!!!!
Þetta var mergjaður dagur sem ég gleymi aldrei !!!!!!!!
TAKK BESTU VINKONUR Í HEIMI ..!!
ÉG ELSKA YKKUR !!!!!!!!!

5 Comments:

  • Elska þig sömuleiðis. Þetta var yndislegur dagur og vel heppnaður í alla staði. Þú stóðst þig eins og hetja. Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 5:17 AM  

  • Greinilega frábær dagur hjá ykkur vinkonunum.. Þú ert líka extra sæt gæs...:) Flott í kisulórubúningnum... (færðu hann ekki bara lánaðann fyrir weddingnóttina)??? heheheheh.. kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 3:35 AM  

  • Góð hugmynd Ragna !!

    By Blogger Bella Blogg, at 7:50 AM  

  • Vá en frábært! Greinilega ótrúlega skemmtilegur dagur og ekki amalegt að eiga svona vinkonur :) Fékk kast þegar ég las að þú hefðir haldið að þetta væri einhver sadó masó búningur hehehehehe Ég hefði líka orðið voðalega áfengisþyrst ef ég hefði haldið það hehehehe Kv. Elísabet

    By Anonymous Anonymous, at 1:58 AM  

  • GUUUUUðððð þetta hefur verið geggjað, mér finnst þú öfga flott í búningnum, flottasta gæs sem ég hef séð :) Kv. Þórey

    By Anonymous Anonymous, at 5:17 AM  

Post a Comment

<< Home