What a Wonderful world

Thursday, July 21, 2005

4 Weddings and a funeral


Þannig er sumarið mitt, fjögur brúðkaup og jarðarför, talandi um að lifa kvikmyndalífi. Við báðum vini og ættingja að mæta í Grasagarðinn til að staðfesta komu sína í brúðkaupið og eins og sést á myndinni komu fleiri en þau boðskort sem ég man eftir að hafa skrifað út en þetta fylgir því að vera “selebrity”. Siggi náttlega þessi sjónvarpskokkur dauðans og enginn friður fyrir “stalkers” all over að biðja um uppskriftir. Af þessari ástæðu höfum við fengið lánaðan augnskanna úr Laugum til að sortera út þá sem er virkilega boðið við innkomuna og ef það dugar ekki eiga allir gestir að taka með sér “dental records” svo engvir flækingar verða viðstaddir. Vinkona mín Lopes hefur gefið mér margar góðar hugmyndir hvernig best sé að gifta sig án “papparatzes” og erum við að vona að það lukkist. Það hefur tekist að “lókeida” tvífara minn stúlkuna Isha úr Amish þorpi í Utha USA til að giftast tvífara Sigga sem heitir Innuuq frá Kúlusúkk, greyjið maðurinn búinn að vera á grænmetisfæði í tvo mánuði til að verða eins og Siggi þar sem Innuuq var vel yfir 150 kíló þegar við drógum hann út af pöbbnum síðasta haust. Þau semsagt gifta sig í annari Garðakirkju sem Séð og Heyrt, Hér og nú, See og Hör, New york times og allt þetta lið hefur fengið fréttatilkynningu um.
Þetta er búið að vera streð þessi undirbúningur en það sem hefur verið mesta puðið hefur verið að halda söngatriðinu “secret”, Elvis er orðinn helvíti fúll á að bíða í kjallaranum.

5 Comments:

  • djö hlakka ég til að sjá Elvis.... Kemur Marilyn líka????? jæja er farin að redda dental-records......kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 9:41 AM  

  • Mikið er alltaf gaman að lesa bloggið þitt Berglind, þú segir alltaf svo frábærlega frá hlutunum!
    Gangi ykkur vel í lokaundirbúningsbrúðkaupssprettinum ;-)
    Ég vona samt að við fáum eina svona alvöru brúðkaupsmynd af Sigga og þér á bloggið eftir brúðkaupið, hehe.

    Kveðja,
    Dóra Hanna

    By Anonymous Anonymous, at 3:26 AM  

  • TAkk fyrir það Dóra Hanna, gaman að sjá þig hér! Það er aldrei að vita nema við skellum inn einni mynd og jafnvel af Ishu og Innuuk líka, annars er Isha ekki svo hrifin af tækniundrinu myndavél !

    By Blogger Bella Blogg, at 3:34 AM  

  • Alltaf gaman að lesa þig! Vona að stressið sé ekki að fara með þig...erfitt að þurfa að skipuleggja allt svona tvöfalt er það ekki? :)

    By Anonymous Anonymous, at 1:46 PM  

  • já nú ´fer að koma að þér Þóra, spennó, hlakka til að koma norður :)

    By Blogger Bella Blogg, at 3:41 AM  

Post a Comment

<< Home