What a Wonderful world

Tuesday, July 05, 2005

Bakpokinn


Allt of margir sem ég þekki ganga með þungann bakpoka alla daga. Það fyrsta sem þeir gera á morgnana þegar þeir vakna er að stíga fram úr og setja bakpokann á sig og sumir jafnvel sofa með bakpokann og sofa því nánast ekki neitt, sofa grunnum svefni, finnast þeir milli svefns og vöku alla nóttina þar sem bakpokinn er óþæginlegur og alveg sama á hvaða kanta fólk snýr sér, góð stelling til afslöppunnar finnst ekki. Bakpokinn er virkilega þreytandi og sígur í enn meira þegar á daginn líður, hann hefur áhrif á allar ákvarðanir, markmið og hvernig við skynjum, upplifum og sjáum allt í kringum okkur. Einu skiptin sem fólk finnur ekki fyrir honum er þegar það nær að hlægja af einhverju þá hverfur hann í nokkrar sek, skellir sér svo aftur á, enn stundum er hann svo íþyngjandi að fólki langar hvort eða er ekkert til að hlægja. Þegar fólk er langþreytt á bakpokanum er oft eina leiðin að svindla á öllu saman, losna við bakpokann í nokkra klukkutíma og deyða tilfinningarnar með áfengi, einhversskonar lyfjum og jafnvel eiturlyfjum. Þá finnur fólk ekki að bakpokinn er þarna og sporin verða léttari, axlirnar verða afslappaðar og öndunin róast. Hinn fullkomni flótti, þangað til næsta dags þegar bakpokinn mætir í vinnuna sína og hlammar sér á þig í þynkunni, þá er eins og ekkert geti orðið mikið verra. Svo hörmulegt að sumir geta ekki hugsað sér annað en að halda áfram flóttanum.
Sumir eru með litla öskupoka sem jafnvel þeirra eigin mæður og eða feður hafa hengt á þá. Pokar sem innhalda óæskilegar væntingar og tilætlunarsemi, pokar sem þau hafa jafnvel fengið hengda á sig af foreldrum sínum og hafa ekki getað kíkt í þá og einfaldast að hengja þá bara á næsta, já börnin sín, alveg óvart að þeim finnst.
Hver setti þennan poka á þig og er hann þarna af gömlum vana. Er auðveldara að halda áfram enn að stöðva og kíkja í hann? Hvað er í þessum bakpoka? Eitthvað gamalt og úldið? Innst inni veistu hvað það er, enn líklega lagt svo mikið á þig til að gleyma því að það hræðir þig að skoða það, hræðir þig að þar sé að finna eitthvað óþæginlegt, eitthvað sem þú vilt ekki eiga við núna, einhverntímann seinna.
Tíminn læknar ekki sár, það gufar ekkert uppúr bakpokanum, það þarf að hlúa að sárinu, týna upp úr bakpokanum í rólegheitum og þá kemstu að því að það var aldrei þess virði að ganga með þetta um allt, láta það hægja á þér, segja þér takmörk þín og skemma útsýnið.
Lífið er of stutt til þess !

6 Comments:

  • Heyr heyr! Hér drýpur viskan af hverju strái - þú ert mikill viskubrunnur Berglind og alltaf gott að lesa gullkornin þín :) Kv. Elísabet

    By Anonymous Anonymous, at 4:41 AM  

  • Snilli tilli!!

    Þú ert svo mikill snillingur, að hausinn á mér fer á fullt þegar ég les þetta. Virkilega athyglisverð grein hjá þér, sem að á alveg heima á opinberum vettvangi.

    adios

    Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 8:19 AM  

  • flott blogg eins og alltaf! Fékk kast þegar ég las um kvöldið á djamminu þarna um daginn, þetta var alveg satt! Ákvað svo loksins að fara að kommenta en ekki bara lesa...:) Kv Þóra (Halla...)

    By Anonymous Anonymous, at 3:13 PM  

  • Takk esskurnar, fannst ég verða að koma þessu frá mér. Alltaf svo gaman að fá comment og heyra að einhver les þetta....... meira að segja HEiða í fríi á Spáni..hehe Já Þóra gaman að sjá fyrsta commentið þitt hér, upplifðir þú ekki djammkvöldið svipað?
    Beta, mikið er ég fegin að þú sért byrjuð að blogga aftur og Olga mín, bók !!! ANYTIME

    By Blogger Bella Blogg, at 1:55 AM  

  • Mjög góður pistill.. Sérstaklega vakti það mig til umhugsunar þetta um litlu pokana sem fjölskyldan hengir á mann eða maður hengir jafnvel á aðra... kv. ragnajenny... p.s var mjög hrifin af boðskortinu.. Mjög flott og skemmtilegt kort...:)

    By Anonymous Anonymous, at 3:07 AM  

  • Jú þessi lýsing á djamminu var nákvæmlega eins og þetta var...Takk fyrir boðskortið, það leit ekkert smá vel út, bjórinn og sígó hafa greinilega skilað árangri...Kv Þóra

    By Anonymous Anonymous, at 3:31 AM  

Post a Comment

<< Home