Þjóðhátíð og steypuryk
Það slær nú alltaf hraðar í okkur eyjamönnum hjartað þegar þessi helgi hefst. Við Siggi fjarri góðu gamni að flytja í dag í nýju íbúðina meðan vinir og fjölskyldur flytja inn reyktan lunda, smurt brauð og gamlan dívan inní hvítt tjald. Ég er að drepast af þjóðhátíðarsýki og reyni eins og ég get að einbeita mér að nýju SMEG gaseldavélinni sem er verið að koma fyrir heima hjá mér og sjá fyir mér hvíta vaskinn minn. Það er reyndar allt í steypuryki ......... í augum og eyrum, ofan á brauð og undir koddanum ........og fyrir utan blokkina er ástandið eins og í Írak, brotajárn og drasl um allt með tilheyrandi látum frá hinum ýmsu gerðum vinnuvéla. Við siggi höfum ekki minnst á það við hvort annað að Þjóðhátíðin sé að hefjast, bæði vitum að það er einfaldlega bannað að minnast á þjóðhátíð þegar maður er ekki á leið þangað, flestir eyjamenn sem ætla sér ekki að vera á þjóðhátíð fara erlendis því annars er alltaf hætta á að fólk standist ekki freistinguna og skelli sér yfir á laugardegi eða sunnudegi þegar afurhald er á þrotum.
Ég finn lyktina af reykta lundanum, ég finn spennuna í loftinu, regngallinn er tilbúin, flatkökurnar smurðar, vínstaflinn óvígður, Herjólfur er að koma troðfullur, tjörnin er hrein og grasið ekki orðið að mold. Útvarpið segir að það sé brakandi blíða.. við skulum sjá hvað gerist..........
Eyjamenn nær og fær......GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ !!