What a Wonderful world

Thursday, June 15, 2006

X-Bella

Leiðinleg tík þessi pólitík !
Samt er ég að pæla í að fara í framboð, komast í ríkisstjórastól, skipta rasskinnunum á milli samgönguráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Mitt fyrsta verk verður að byggja gróðurhús yfir landið, með hurð sem opnast eins og lyfta, hurð stýrð af flugmálastjórn, einhver dúddi með lyftupróf og við erum góð. Veðurfarið mundi STÓR batna (ekki getur það versnað), getum sparað fúlgur með að loka veðurstofum og gróður færi ofvöxt, getum hætt kvótabraski og selt ávexti og grænmeti í tonna tali.
SVo mundi ég selja öll sendiráðin út í heimi og byggja lúxus íbúðir fyrir aldraða þar sem þau fá að búa frítt, með spilavíti, nuddstofum, barþjónum, stefnumóta-þjónustuverum og hálaunuðum starfsmönnum sem elska að setja rúllur í gamlar konur og tefla við gamla karla, fara með þá bryggjurúnt og naglalakka tærnar á konunum fyrir svefninn.
SVo mundi ég breyta álverunum í íslensku-skóla fyrir innflytjendur og fá Gunnar í krossinum til þess að heilaþvo fólk sem telur það skynsamlegt að virkja landið upp til agna.
Ég mundi taka saman allan pening sem fer í fundarkostnað og risnur á vegum alþingis og borga leikskólakennurum sérstaklega mannsæmandi laun fyrir að ala börnin okkar upp með okkur og láta búa til neðanjarðar lestarkerfi fyrir afganginn (sem by the way nær til Vestmannaeyja).
Ég mundi vingast óstjórnlega við dómsmálaráðherra og fá hann til að þyngja refsingar við kynferðisbrotum um nokkur hundruð prósent.
Ég mundi gera enska boltann að þjóðareign á RUV, allan aðgang að meistaradeildum handbolta og fótbolta þannig að það gerist aldrei að við missum af leik (ég veit .. kannski ekki forgangsatriði fyrir alla, en kjósendur mínir treysta á þetta)
Svo mundi ég skipa öllum fasteignasölum að skila in 2% af hagnaði sínum fyrir síðasta ár og fyrir það mundi ég hækka standard og skipulag á heilsugæslunni og hafa hann í sama flokki og fólkið sem vinnur þar , sem sagt framúrskarandi.
Ég mundi láta olíufélögin skila ránsfengnum vegna samráðsins og kaupa geðsjúkrahús með öllu tilheyrandi og eyða þannig biðlistum uppá yfir hundruð barna og fullorðinna sem ekki fá þjónustu sem þau eiga rétt á.
Þetta eru svona fyrstu dagarnir,, ég læt ykkur vita með restina eftir að þið hafið kosið mig...

9 Comments:

  • Hahahha, áfram Bella blogg og ég skal sko vera sú fyrsta sem kýs þig. Nú líst mér á þig :)
    ps.
    Sendu nýrri ríkisstjórn þennan lista.
    kveðja, Linda

    By Anonymous Anonymous, at 4:31 PM  

  • x-Bella....... heyr heyr!!!!

    By Anonymous Anonymous, at 5:24 PM  

  • Vinsamlega farðu í FRAMBOÐ?
    BELLA í Framboði... heyri lagið hljóma eins og STella í framboði........
    KV. gilli

    By Anonymous Anonymous, at 4:16 AM  

  • Takk.. takk
    ég finn strax mikin meðbyr, Gilli góð hugmynd með lagið þú ert ráðinn kostningastjóri, við getum boðið uppá fiskibollur og nýjungar í framboðspartýinu....
    Bella í framboði .. Bella í framboði....

    By Blogger Bella Blogg, at 7:15 AM  

  • Mitt atkvæði er þitt!!! Þó ekki nema fyrir neðanjarðarkerfið sem nær til Eyja! Kv. Sigþóra...

    By Anonymous Anonymous, at 10:46 AM  

  • HEHEHE.....
    Frábært systir! èg vel X- Bella!
    Ég fæ bara ad kjósa utan svædis!
    Thvílíkar hugmyndir, og allar af hinu góda!
    Knús Hildur

    By Anonymous Anonymous, at 2:21 PM  

  • Mér líst rosalega vel á þetta. Þú ættir samt líka að leggja niður afnotagjöldin hjá Rúv og leggja niður störf hjá stöðumælavörðum. Þá myndi ég pottþétt kjósa þig :)
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 4:30 AM  

  • ávallt snillingur...
    ... mitt atkvæði.
    vertu tík, veldu pólitík!

    By Anonymous Anonymous, at 1:16 PM  

  • Jamms þetta hljómar mjög vel og þú færð mitt atkvæði en bara ef ég má búa við götu sem hefur þakglugga yfir sér svo ef sólinni myndi detta í hug að láta sjá sig þá gætum við opnað fyrir henni :)

    takk fyrir okkur í gær
    knús

    By Anonymous Anonymous, at 11:07 AM  

Post a Comment

<< Home