What a Wonderful world

Wednesday, June 07, 2006

Óvænt heimsókn



“Vinkona”mín Evelyn frá Ástralíu bankaði uppá hjá mér í síðustu viku. En það eru liðin 13 ár frá því ég var skiptinemi og því tók mig fáeinar mín að átta mig á Evelyn. Hún hafði aldrei farið í flugvél áður , drakk heila flösku af Benelyn á leiðinni til að róa sig niður og missti af fluginu með Singapore Airlines, var rúllað út úr vélinni steinrotuð í hjólastól, veskinu hennar var stolið og maður í ofþyngd hafði sest á krókudíla dundee hattinn hennar sem varð þá að hefja nýtt líf sem diskamotta.
Það er ekki hægt að segja að við séum eins og flís við rass, ég öllu heldur velti því alvarlega fyrir mér hvort það geti verið að ég hafi verið á sterkum lyfjum þarna fyrir 13 árum, spurði hana hvort hún hafi fengið heilablóðfall eða persónuleikaröskun síðust ár en hún svaraði því neitandi.
Ekki má gleyma því að hún tók með sér hund sem hleypur á veggi og kött með þvagfærasýkingu . Þau voru komin til að vera í heimsókn í mánuð (HEILAN MÁNUÐ).
Og Siggi mundi snögglega eftir því að hann var að fara í veiði.

Eftir 4 daga gafst hún þó upp á veðrinu og skildi ekki hvernig fólk gæti búið hérna af fúsum og frjálsum vilja, kötturinn þurfti að fara í aðgerð (þurfti að vera allt of mikið með þvaglegg þar sem hann gat ekki pissað hvar sem var hérna sökum kulda) og steyptu veggirnir voru að valda hundinum varanlegan heilaskaða....... svo hún vildi komast heim, henni fannst líka íslendingar allt of örir (hröð þónustan í búðunum hræddi hana) og íslendingar voru of duglegir fyrir hennar smekk, fannst þeir leggja ofur kapp á útlit og efnishyggju, díesel buxur og jeppa. Henni fannst sem sagt hún búin að vera í mánuð á þessum 4 dögum og vildi burt.
Ég grét ekki þegar hún fór,
En þar sem ég stóð á flugvellinum í kvartbuxunum mínum með bláar lappir af kulda velti ég því óneitanlega fyrir mér hvort vitlaust væri að skipta á kapphlaupinu og rólegheitunum í 30° heitu Ástralíu hmmmmmmmm..
.....ég mundi samt gleyma því að heimsækja Evelyn.....alveg örugglega..gleyma því....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home