What a Wonderful world

Thursday, June 01, 2006

BESTA ferð ever !!!



Jæja, ég var að koma úr bestu ferð ever, með bestu VÍN-konum. ´Við lentum á mánudaginn og það hefur tekið nokkra daga að jafna sig, enda ekki mikið sofið, meðaltalið var 3 klst á sólarhring án gríns, allur tími vel nýttur enda var svo gaman að við vorum við það að pissa í okkur af hlátri í hvert skipti sem einhver opnaði munninn. Aðal dæmið var að sjálsögðu "gæsið" en við náðum að koma Lindu algjörlega á óvart með að vera komnar allar til Köben, þó að við værum búnar að vera að rifna af spenningi síðan í Janúar sem náði hámarki nokkrum dögum fyrr með svefnleysi og niðurgangi,, haha... ÉG afhenti þeim ferðablaðið sem ég hafði verið að braska við síðustu dagana í Leifstöð þegar fyrsti bjórinn var opnaður og vakti það sem betur fer þá lukku er ég hafði vonast til. Ég ætla svo sem ekki að fara ofaní smáatriði ferðarinnar enda tæki það margar, margar blaðsíður og eins og ein orðaði það "what happend in Copenhagen stay´s in Copenhagen.. hehe ..Þó enginn hafi nú hagað sér eitthvað illa ;) Hér eru nokkrir punktar ;Djamm, gæs- Linda glæsileg Silvia Nótt, tivoli bara gaman, út að borða á fínum stað, 3 hæða skemmtistaðir, rauða gatan, "hós.. on the corner", Christjania, aðeins vafasamara en við héldum, klifrandi yfir veggi í sparifötum-vorum orðnar seinar (íbúðin var bara með tvo spegla og eina sturtu), 8 stelpur í náttfötum með hláturskast, koma heim undir morgun og heilsa skokkurum kaupmannahafnar góðann daginn-gaurinn í lobbý-inu hlær að okkur, versla af okkur hendurnar þar sem HM var kortlögð svo næðist að hrifsa sem mest- sýning á varningi, syngja saman með hásri röddu á karókibar eurovisoin lög, kokteill stærri en andlit og mettandi á við 6 rétta máltíð. .......gæti haldið áfram......

Eina slæma við þetta er að nýjar broshrukkur hafa bæst í safnið,
já það er hægt að fá verki í kjálkana af því að hlæja.
SNILLD !!! ..hmmm hvenær förum við aftur ????

3 Comments:

  • Æðislegt að heyra hvað þið skemmtuð ykkur vel ... ekki að ég hafi efast um það eitt skipti :)


    góða helgi og ég bíð spennt eftir tölvupartýi ;)

    By Anonymous Anonymous, at 3:01 AM  

  • Já þessi ferð var bara snilldin ein. maður á eftir að lifa á henni lengi lengi, og þvílíkir djammarar, við höfum engu gleymt og allar í fínu djammformi. Takk æðislega fyrir þessa æðislegu helgi. Þetta gerum við aftur, engin spurning.

    By Anonymous Anonymous, at 4:16 AM  

  • Ohhh já þetta hefur verið bara æðislegt. Hrikalega gaman að fara svona vinkonur saman. Sælla minninga Ragna :) hí hihihih... Allir í gleði gleði á myndunum.

    By Anonymous Anonymous, at 9:11 AM  

Post a Comment

<< Home