What a Wonderful world

Friday, June 02, 2006

Sumarfrí með börnunum

Olga darling veitti mér innblástur fyrir þetta blogg sem ég varð að láta fæðast en bloggið hennar hér er m.a. um sumarfrí með börnunum. Mig langar að bæta við þetta að ég man eftir einhverju viðtali við ágæta konu sem stjórnaði stundinni okkar áður en Birta og Bárður komu til sögunnar sem hefur eitthvað náð að hanga í einhverjum minnissellum en hún sagði að hamingja barnanna fælist ekki endilega í sem mesta prógraminu í sumarfríinu, brjálaðri námskeiða dagskrá, bílferðum osfrv. Oft eru bestu minningarnar þær bara að sitja út á stétt með kex og djús með mömmu, pabba , ömmu eða afa.
Nú hefur einmitt verið afsönnuð kenningin "quality over quantity" eða "gæði framyfir magn" . Uppteknir foreldrar hafa getað varið sig með því að segja "þó ég hafi mikið að gera þá eyði ég þessum eina klukkutíma með barninu mínu mjög vel í lestur eða föndur (bonding)", en þetta var talið aðal málið. Nú hefur það aftur á móti verið sannað að það sé betra fyrir barn að foreldrar séu til staðar, börnin finni nálægð foreldris þó þau séu ekki endilega að leika við það allan tímann. ÞAð er öryggistilfinningin sem skiptir gríðalegu máli. Afslappaðir foreldrar að pumpa í hjóladekk og takandi utan af frospinna útí garði er semsagt bara oft betra en stressaðir foreldrar dragandi börnin í Disney í 40 stiga hita, uppgefin í biðröðum eftir næsta atriði..

Nærvera
Amma mín heitin vildi alltaf fá margar heimsóknir og þegar við komum vorum við oft hissa á því að hún var nú ekkert voða mikið að spjalla, stundum jafnvel horfði hún bara á sjónvarpið og auðvitað velti maður því fyrir sér, afhverju vill hún vera fá okkur í heimsókn ef hún ætlar ekkert að spjalla við okkur. En um leið og við sögðumst vera að fara , vildi hún það alls ekki. Það var bara nærveran sem var svo notaleg.
Þó nærveran sé hljóðlát og án mikilla tilþrifa þá skal ekki vanmeta hana, sérstaklega ekki á þessum tímum áreitis þar sem tíminn er nýttur mín. fyrir mín. í hin margvíslegu "verkefni" nútímans.

1 Comments:

  • Mikið er ég sammála ykkur, svo mikið til í þessu með nærveruna.
    Hvers vegna heldur þú Berglind mín að mér sé svona annt um heimsóknarþjónustuna okkar.
    Alltaf hægt að bæta við sjálfboðaliðum í þetta frábæra verkefni og nú er ég að þróa heimsóknir með hunda og það er sko ekki svo lítið spennandi. Yndislegt að sjá hvernig fólk bregst við svoleiðis heimsókn.

    Heyrumst og sjáumst vonandi fljótlega
    Linda Ósk

    By Anonymous Anonymous, at 9:17 AM  

Post a Comment

<< Home