What a Wonderful world

Monday, April 25, 2005

ÉG ER AÐ FLÝTA MÉR !!!!!!!!!!

.

Vá hvað ég er orðin þreytt á að vera alltaf að flýta mér. Það er allt að gerast á svo miklum hraða hérna í borginni. Maður verður líka svo sambandslaus eitthvað. Í þessum látum er nauðsynlegt að setja á sig maskara á rauðu ljósi, gleyma að pissa í tvo daga, skipa börnum að klæða sig froðufellandi með tannbursta í kjaftinum, borða og tala í símann á ferð og áður en maður veit af syngur maður með útvarpi Latabæ í bílnum “ég heiti Lilli klifurmús” þó svo að börnin séu ekki lengur í aftursætinu.
Ein vinkona mín var að leggja bílnum sínum fyrir utan vinnuna í rólegheitum þegar heyrðist úr aftursætinu “mamma ætlar þú ekki að skutla mér í leikfimi?”. Ó..ok...
Ég hentist í ræktina í hádeginu um daginn og var að klæða mig í útiskóna með handklæðið enn á hausnum og bodylotion-ið límdi buxurnar við lærin þar sem ekki gafst tími til að leyfa því að þorna.
Mér líður stundum eins og veröldin sé sýnd hratt þegar ég er að hendast á milli staða og nú velti ég því fyrir mér hvort þetta sé nauðsynlegur hluti af borgarlífinu, hluti af því að vera með tvö virk börn eða bara stress sem ég hef búið til sjálf????

7 Comments:

  • hehe með body-lotionið á lærunum og handklæðið enn á hausnum, klæðandi sig í útiskóna...:) Þetta er stress og tímaskortur...hahhahahah... Ég hlakka nú bara soldið til að komast í þennan gír aftur.. Búin að vera í 9 mánuði heimavinnandi..Ekkert nema rólegheitin.. Helst að maður flýti sér aftur upp í rúm þegar pían er komin í vagninn..(hehe)... kv ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 7:30 AM  

  • Gvöð, ég var búin að gleyma hvernig þetta er í henni Reykjavíkinni. Það er ótrúlega fyndið að maður fer í eh stressgír, þegar maður er komin í bæinn. Ef maður er ekki stressaður, þá finnur maður bara eh til að stressa sig yfir.
    Maður verður nú að vera með í að vera "bissí krissi", annars er maður svo uncool. He he, er farin að hlakka ótrúlega til að koma í stressið þrátt fyrir allt. Kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 9:39 AM  

  • Mér finnst frábært hvað skrif þín eru myndræn :)
    Ég er allt í einu ótrúlega laus við allt þetta stress en það hefur annan ókost í för með sér sem eru fleiri ókláruð verkefni en þau gera mann alveg crazy með reglulegu millibili.. maður getur víst aldrei fengið allt :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 2:04 AM  

  • Alveg skil ég þetta stress sem þú ert að tala um og samt er ég í Vestmannaeyjum. Það kallast nokkuð gott ef lotionið fer yfir höfuð á fæturnar í mjög svo skipulögðum matartíma. Dætur mínar héldu lengi vel að nöfn þeirra væru "Fljótelskan" og "Núerumviðorðnarseinar". Líklegast erum við að setja 36 tíma prógram í aðeins 24 :) en víst er þetta allt spurning um val.

    By Anonymous Anonymous, at 3:32 PM  

  • úbs, gleymdi að kvitta, engin huldukona á ferð, bara ég Thelma.

    By Anonymous Anonymous, at 3:33 PM  

  • Já ég vil nefna Unni nýju nafni enn hún var skírð Unnur Björg Sigmarsdóttir, ég vil gefa henni nafnið Unnur formaður Sigmarsdóttir. Hún er formaður starfsmannafélags Vestm. eyjabæjar, starfsmaður á launadeild Vestm. eyjabæjar, formaður fimleikafélagsins Ránar, Þjálfari 5.flokks kvenna IBV (A og B lið) (fullt af unglingum) sem by the way vinna alla leiki. hún er alltaf formaður einhverra skemmtinefnda og vinnandi sjálfboðaverk fyrir IBV. Fyrir utan þetta á hún þrjá virka unglinga, mann og tvo ketti. ég veit að ég er að gleyma einhverju því það er ekki séns að muna þetta allt....

    By Blogger Bella Blogg, at 8:32 AM  

  • já ég vissi það..... ég gleymdi því að hún rekur fyrirtæki ásamt manninum sínum þar sem hún sér um allann skrifstofurekstur á umboði Coke...og ýmisl. fl... erum við ekki bara komin í 350% vinnu Unnur eða 650% vinnu ?

    By Blogger Bella Blogg, at 8:43 AM  

Post a Comment

<< Home