What a Wonderful world

Thursday, April 28, 2005

Tannsi

.
Ég lét loksins verða að því að panta mér tíma hjá tannsa í tékk. Ekki búin að þykjast hafa tíma til þess í tvö ár. Enda ekki það skemmilegasta sem maður gerir, það verð ég að segja. Bara lyktin kemur af stað fobiu tendensum og svo þessar bláu plasthosur sem maður þarf að troða sér í eins og maður sé að koma inná geislavirkt svæði ekki til að bæta það. Svo liggur maður þarna eins og sandpoki á meðan það er verið að hamast í kjaftinum á manni, gjörsamlega ósjálfbjarga. Maður nær einstaka sinnum að opna annað augað og sjá glitta í myndina af tannsa með stóra laxinn sem hann veiddi í fyrra. Ég fann alltaf einhvern bregðandi straum svo það þurfti endalaust að vera bæta á deyfingu. Ég get svarið það að ég varð dofin í öllu vinstra andlitinu og haltraði út með lafandi kinn eins og þungt hliðarveski. Tannlæknirinn tilkynnti mér að ég þyrfti ekki að koma aftur fyrr en eftir ár og ég var mjög ánægð að heyra það, glotti útí annað..enda tók hinn helmingurinn ekki þátt í brosinu sökum afslöppunnar. Það er helv. ..sárt að fara til tannsa ennnnnn mest blæður þó úr veskinu. Gellan í móttökunni brosti hrokafullt og ég sá það í gegnum ennið á henni hvað hún var að hugsa “hélstu að þetta yrði ódýrt” eða eitthvað álíka.
Ég var dofin upp í auga og vil meina það að ég hafi verið 30% öryrki þegar ég labbaði út og sá því frekar lítið með vinstra auganum þegar ég keyrði aftur í vinnuna. Ef ég hefði keyrt á sökum ástandsins er það alveg víst að ríki tannsi hefði fengið seðilinn. Enn það gerðist ekki svo ég verð bara að sofa með fullann munn af flúori næsta árið svo hann geti ekki grætt meira á mér næst þegar ég kem.

.
Þetta er götu-tannsi, spurning um hvort þessi sé ekki ódýr,, enn kannski ekki hægt að bóka það að fá ekki sýkingu...gúlp...hver þorir?

5 Comments:

  • *hrollur* ohh já ég þarf líka að fara að gera eitthvað í þessum málum. Fór síðast rétt áður en ég kom til ykkar á Bahamas ;)(3 ár!) Það hefur ekki verið gert við neina af fullorðinstönnunum (allaveganna) og samt er ég skít hrædd við tannsa, sérstaklega þegar hann klæðir sig í bláa hanskann og tosar hann svona út og lætur hann smella á úlnliðnum á sér. Svo er ég álíka hrædd við hunangsflugurnar sem eru búnar að gera sér bú í þakskegginu BEINT fyrir utan gluggann á herb. mínu ;( Ef maður opnar hann koma þær inn í röðum, ógeðslega stórar og loðnar. Þetta hefur þær afleiðingar að ég sef mjög illa því það er svo þungt loft inni í herberginu sem er ekki gott í próflestrinum. Jæja er hætt að röfla. Gleðilegt sumar og ég bíð eftir næstu færslu, það er svo gaman að lesa þetta. :)

    By Anonymous Anonymous, at 1:10 PM  

  • Tannsi..já. Mðaur frestar alltaf að fara það til allt er komin í óefni. Reyndar á ég svo góðan tannsa að leyfir mér að koma heim til sín á laugardegi og borga eftir slæmu minni ef ég hefði þannig samvisku. Hann er svo mikill húmoristi líka að maður hlær slefandi nefhljóði með mini-Kárahnjúkaborinn í kjaftinum, mini-túrtappa sitt hvoru megin við holutönnina og mini-ryksugu hangandi út úr munnvikinu sem enn er tilfinning í vegna deyfingarinnar. Svo eru teknar myndir af góminum, mér finnst það alltaf svo fyndin upplifun að ég á erfitt með að vera kyrr rétt á meðan vegna þess að ég hristist af hlátri. Mig langar alltaf að spyrja: "Á ég að brosa, eða...?" Reyndar eru nýtísku-tannlæknarnir farnið að setja með dvd-græju á efra smettið á fólki og það getur horft á Friends eða Sex and the City þátt á meðan. "Gleymt sér".

    By Blogger Bella Blogg, at 4:44 AM  

  • Ósk... þú verður að láta fjarlæga þessi kvikindi..hrikalegt marrr...sammála með hanskana sem tannsi er með ...scary

    Olga góðir punktar,, ég sá þetta fyrir mér...afhverju er svona dýrt að fara til tannlæknis ef þetta eru í raun bara túrtappar og handryksugur? hehe

    By Blogger Bella Blogg, at 4:50 AM  

  • Nákvæmlega! Og það af minnstu gerð! Ég held þó að allir mini-Kárahnjúkaborarnir séu dýrastir.

    Athöfnin í afgreiðslunni þegar maður er að borga fyrir allar líkamsmeiðingarnar er alltaf soldið spes eins og þú fórst inn á. Maður reynir að koma frá sér eðlilegu orði en hljómar eins og misþroska stamandi blaðasali á Lækjartorgi. Örugglega hægt að gefa út dvd disk þegar maður er búinn að vera tannlæknaritari með upptökum úr faldri myndavél þar sem allt ríka og fræga fólkið úr Séð og Heyrt talar eins og Sólheimabúar.
    (með fullri virðingu fyrir því fólki og stórkostlegu starfi sem gerist þar)

    By Blogger Bella Blogg, at 4:57 AM  

  • Olga á tvö comment hérna sem er skráð á Bella Blogg þar sem hún var að laga síðuna mína sem datt út...svo hún á commentið á eftir Ósk og á undan Unni...hehe það er semsagt ekki ég að tala við sjálfan mig hérna á commentunum hehe

    By Blogger Bella Blogg, at 6:21 AM  

Post a Comment

<< Home