What a Wonderful world

Wednesday, April 20, 2005

Það er að koma sumar !! eða hvað?

.
Jæja ..þá fer að koma sumar..eða svo lýgur dagatalið...það gæti þá ekki verið að maður sleppi við að skafa af rúðunum þangað til í haust...hversu yndislegt er það. Það er þá sennilega séns að kaupa sér minipils til þess að ná lungnabólgunni sem maður missti af um veturinn og greyjið börnin geta kannski hætt að ganga í sokkabuxum í 2 mánuði á ári. Ég hef nú búið í eilífri sól, fyrst í Ástralíu og svo á Bahamas... og þó ótrúlegt sé verður maður nú leiður á að baka sig líka, strandasandur undir nöglunum og límd saman læri yfir sjónvarpinu getur verið óþæginlegt, svo eru svo mikil læti í þessum loftræstingum að það heyrist ekkert í sjónvarpinu. Maurarnir halda að þeir séu velkomnir ALLSSTAÐAR og að ganga í gallabuxum í svona hita er eins og að vefja sig inní ullarteppi með plastfilmu utanyfir, að svitna undir þessu er ekkert grín.
Þó strandalífið sé oft erfitt þá verð ´ég að segja að ég er búin að fá nóg af kulda og frosti og ætla mér því að fagna komandi sumri með bros á vör og sennilega taka sénsinn með minipilsið, lífið er eilífir sénsar..við Íslendingar fengjum ekki einu sinni að taka þátt í MISS WORLD ef konurnar okkar stæðu á ullarbrókinni í leigubílaröð um helgar, ekki séns !!
Eins og einhver sagði "bjútí is pain" og ég ætla að bæta við...
bjútí in iceland is MORE pain !!

2 Comments:

  • já ...GO FOR IT Olga, það verða allar íslenskar konur að fara í pils þrátt fyrir slyddu

    By Blogger Bella Blogg, at 9:03 AM  

  • feit læri koma algjörlega í veg fyrir minipilsanotkun, þó er mjög hentugt einmitt fyrir feitubollulæri að vera í minipilsi því það er svo æðisleg einangrun í fitunni...(eða sko....) æi sleppum þessu.......
    kv. ragnajenny.....

    By Anonymous Anonymous, at 3:13 PM  

Post a Comment

<< Home