What a Wonderful world

Wednesday, April 13, 2005

Sólarlampi

.
Ég fór í ljós á laugardaginn... enn ég hafði ekki farið í mjög langan tíma. Í “gamla daga” þótti það lágmark að skella sér í 20 mín, jafnvel hálftíma. Enn ég var víst mjög brött að velja mér 7 mínútur því nú eru þetta allt TURBO- MEGA- SUPER lampar eitthvað og ég get svarið það að þetta leit út eins og geimskutla eða... mér datt í hug bara boxið sem Michael Jackson ætlar að láta frysta sig í eftir að hann er dauður. Að klifra berrasaður uppí svona tæki er hálf kjánalegt verð ég að segja. Þegar ég var búin að leggjast fór ég svo allt í einu að hugsa um öll DNA sýnin sem þau í CSI (Grissom og félagar) myndu örugglega finna á þessum bekk (dauðar húðfrumur...) og sá fyrir mér einhvern sveittan gaur bráðna á bekknum eins og smjörstykki á pönnu og ég að velta mér uppúr því fyrir þúsund kall. Eftir 2 mínútur var ég þó farin að dotta og sjá fyrir mér sólarströnd.....
allt of snemma pípti svo tækið og ég lá í köldu geimskutlunni jafn vandræðaleg og þegar geimferðin hófst. Furðulegt hvað maður lætur hafa sig útí.
.

9 Comments:

  • Kannast við þetta.. Maður er eins og asni þegar maður nálgast þessi tæki..Sem betur fer sér mann enginn þegar maður bröltir upp í lampann.. Verst hvað maður brennur síðan alltaf. Hef algjörlega gefist upp á þessu.. Var reyndar að vinna á sólbaðsstofu í smá tíma og jakketí jakk,,ég get sko sagt þér að CSI myndi finna fleira en dauðar húðfrumur...Gætu jafnvel fundið lifandi frumur með hala og alles...(nóg er af perrunum)...;) kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 8:43 AM  

  • Jimundur Ragna Jenný! Hafi mér einhvern tímann þótt hálf grós að fara í ljós þá get ég lofað að ég mun aldrei fara eftir að heyra þetta með spriklufrumurnar :-o

    En hafið þið prófað að fara í air brush eða svona brúnkuklefa?? Hef aldrei prófað sjálf en er soldið forvitin..

    By Anonymous Anonymous, at 1:19 AM  

  • arg gleymdi að kvitta... en þetta var ég Elísabet

    By Anonymous Anonymous, at 1:19 AM  

  • Beta mín þú getur einmitt lesið blogg hjá mér um þá reynslu þ.a.s með brúnkuklefann.. ég mæli ekki með því..ég var kolsvört á hælunum eins og ég hafi vaðið moldarhauga´og blautt malbik á eftir, ég þakkaði mínu sæla að hafa ekki verið að fara á árshátíð. Hvað brúnkumeðferðir varðar þá hlýtur sprey meðferð á snyrtistofu að vera eina vitið, enn það kostar auðvitað mest, Jórunn vinkona og bloggfélagi hefur prófað það kannski að hún deildi reynslu sinni með okkur. Enn takk Ragna fyrir upplýsingarnar varðandi lifandi frumurnar, það verða ekki fleiri ljósaferðir í framtíðinni.

    By Blogger Bella Blogg, at 2:38 AM  

  • Jú ég var reyndar á leiðinni á árshátíð enn það skipti ekki öllu þar sem ég var í leðurstígvelum, enn ég man að ég hélt lófunum saman þar sem ég var brún þar eins og ég hafi verið að búa til drullukökur. Bloggið er í janúar og heitir GASKLEFINN.

    By Blogger Bella Blogg, at 2:44 AM  

  • hehehehe veit ekki hvort gasklefinn eða lifandi frumur hljóma verr en ég er farin að hallast að því að air brush sé málið ef ég þarf að verða brún prontó :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 5:53 AM  

  • Það var lítið að þakka... Upplýsingabankinn minn er alltaf opinn...:)
    kv raganjenny

    By Anonymous Anonymous, at 6:58 AM  

  • Jórunn varstu alveg "Butt naked"?

    By Blogger Bella Blogg, at 8:33 AM  

  • g- strengs pappabrók..ó mæ...hehehe

    By Blogger Bella Blogg, at 8:00 AM  

Post a Comment

<< Home