What a Wonderful world

Wednesday, August 23, 2006

Sigmar í skóla



"Litli" gaurinn minn er að byrja í skóla.
Ótrúlegt hvað tíminn líður og ekki yngist maður við að tönglast á þessari setningu sem maður heyrði foreldra sína og ömmur og afa segja aftur og aftur... "mikið líður tíminn hratt".

Já Sigmar er að byrja í Hraunvallarskóla og ég er dauðskelkuð, algjörlega "terrefæd"

Mikið búið að pæla í útbúnaðnum, tösku, litum, fatnaði og öllum þeim pakka, úmbúðir hinnar óumflýjanlegu skólagöngu, sem by the way er engin skiptimynt. Kortið er brætt og vasarnir holir.

Ég fer ýkt af stað eins og oft áður, er að fara að baka með látum til að hafa í nestisboxið, hollar uppskriftir frá Sollu grænum kosti (þú þekkir mig á myndinni), veit ekki hvað ég endist í því ..sjáum til..

Það fer ekkert sérstaklega vel af stað programið, Bæði ég og Siggi höfum dregið greyjið barnið á ímyndaðar skólasetningar, hann á mánudag og ég í gær. Fylgjumst greinilega ekki alveg nógu vel með...hmm...

Clara: "og hvenær byrja ég svo í skóla eiginlega eftir 10 ár eða"

5 Comments:

  • Oh, hann hlýtur að vera endalaust sætur og dúlla þarna í skólanum. Hann er líka svo duglegur, frjór og skapandi. Farðu bara að hlakka til þess að sjá árangurinn hjá honum. Hann á eftir að pluma sig vel. :)

    Clara bara sætust að segja þetta.

    By Anonymous Anonymous, at 3:36 PM  

  • Þetta er ég, Olga Björt.

    By Anonymous Anonymous, at 3:36 PM  

  • hahahahaha... Alltaf á skólasetningum.... Þú átt að mæta á mánudaginn....(bara ef þú værir ekki búin að finna það út)..;) Koma með hollu uppskriftirnar á netið.... Ég er alveg lost í þessum nestismálum... Krakkinn er alltaf með það sama......

    By Anonymous Anonymous, at 2:40 AM  

  • Úff já stórt skref að byrja í skóla en ég segi nú eins og Olga að hann Sigmar dregur í sig allan fróðleik svo þú þarft ábyggilega ekki að hafa miklar áhyggur.

    Og þó svo að þú fáir fyrstu árin í einkunnabókinni : masar mikið í tímum og truflar kennslu ... þá er ekki öll von úti talaðu við mömmu og hún talar af reynslunni stolt með duglega geislafræðinginn sinn í dag :) hahahaha

    En annars á ég uppskriftir af ýmislegu gúmmelaði ef duglegu mömmunum vantar :)

    Clara er náttúrulega orðin 20 ára og því skil ég ekki afhverju hún fær bara ekki að byrja um leið og Sigmar annað er nú bara ósanngjarnt. Yndisleg lítil kella með allt á hreinu!

    mosakveðjur

    By Anonymous Anonymous, at 4:31 AM  

  • Ágústa snillingur, uppskriftir TAKKKKKKKKKKKK ég bíð spennt !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 6:48 AM  

Post a Comment

<< Home