What a Wonderful world

Thursday, August 17, 2006

og aftur Rock star...



Lét mig hafa það að vaka í gær, sem betur fer. Magni lenti í bottom 3, meira kjaftæðið, ég fékk kvíðaæxli í magann sem óx eins og stjórnlaus kolkrabbi og teppaði súrefnisinntökuna þannig að ég blánaði í framan í sófanum.
Hann byrjaði rólega, ennþá í sjokki held ég að hafa lent þarna og tók sig svo á flug og gaf orðinu gæsahúð nýja merkingu, hann opnaðist og gaf allt, ekkert geymt eða sparað,
bara "hér hafiðið það þið sem hélduð að það væri safe að sleppa því að kjósa mig"

Ripp Rapp og Rupp sögðu hann hvergi farinn og hann skildi henda sér á rassinn með the other rockers.

Dilana var góð, en satt best að segja minnir þessi raspaða rödd á appelsínugult rasp, það er gott með einum rétti en ef maður ætti að borða allt með raspi, kjöt í raspi, fisk í raspi, ís með raspi þá verður það frekar "boring", heil plata með raspi marr úff... héldi það ekki út.

Ryan jafn LOST og áður, spurning um að láta CBS vita af gaurnum og fá honum hlutverk í þáttunum, hann mundi sóma sig vel alveg obbosslega LOST í þáttunum LOST nema hann gerðist einlægur og mundi semja lag "Lost in me" og syngja það fyrir Supernova þá á hann séns.

Patrice hangir inni, á hverju veit enginn, eina sem mér dettur í hug er að sultugerasamfélagið sé vanmetinn hópur innan Rokksins, kannski þaðan sem stórsveitin Pearl JAM er upprunnin.

STORM hún er BARA í góðu formi, hún hlýtur að drekka prótein drykki á meðan hinir eru í bjórnum, en hún fór hrikalega með lagið í gær og átti að vera í bottom 3 í staðin fyrir Magna.

Toby- Flott lag, náði ekki alveg taktinum en söng vel, fór aðeins yfir strikið þarna í partýinu, spurning um að halda coolinu eða hvað?

Lukas, á allt of mikið af aðdáendum sem elska muldrið í honum,
Eitt snilldar comment á rockstar síðunni þar sem fólk er að ræða það hvort Lukas eða Magni hafi sungið Creep betur:

"Magni's got the voice, Lukas has my eyeliner!"

Bara snilld !!!!!!!!

8 Comments:

  • hahahahaha.... Berglind skrifaðu á hverjum degi... Þú kemur mér í svo gott skap..:)
    Algjörlega sammála þér með kvíðaæxlið.. Ég var svakalega spennt og það gerði þennan þátt bara skemmtilegan... Loksins smá aksjon...;) En vá hvað er málið með Pat sultugerðakonu..hehe... Mér fannst að hún hefði mátt fara í gær... Zayra var allavega fyndin og mér fannst lagið hennar bara ágætt og lagið sem hún tók í gær GEÐVEIKT... downloda þessari hljómsveit hið fyrsta... Mér finnst Dilana passa best inn í þetta band... Og Magni á að verða í öðru sæti.....

    By Anonymous Anonymous, at 5:49 AM  

  • Gleymdi alveg að minnast á Zayru, hún var náttlega svo GONE.. en þessi eurovision smellur var ekki að gera sig, lagið hitt reyndar gott en ég ef það ekki að það sé hægt að fara soldið mikið betur með það. Gott commentið hjá Magna eftir þáttinn sem var eitthvað á þessa leið (þýtt sko) Ég get ekki breytt mér, ef fólki líkar ekki við mig eins og ég er þá er það bara þannig, ég gæti kannski fengið eitthvað af fötunum hennar Zayru lánuð..hmm..
    góður

    By Blogger Bella Blogg, at 6:07 AM  

  • WAAAAAAAAAAAHAAAAA Olga og Beta , djö hlakkar mig til þegar saumaklúbburinn Mosi hittist það verður bara gaman. Trip , KRakk og Prump.. snilld..
    Sprengjubelti á hryðjuverka Ryan kæmi mér alls ekki á óvart, mundi líka passa vel ínn í LOST seríuna.
    Gaman að hafa alla þessa litríku karaktera, gerir þetta allt saman SVO SKEMMTILEGT

    By Blogger Bella Blogg, at 2:08 AM  

  • er opið fyrir umsóknir í saumóinn??? æðisleg komment á annars stórhættulega ávanabiondandi þátt!!! Fékk pínu kjánahroll á tilgerðar hissa svipnum hennar Storm... ok ef hann hefði komið einu sinni eða tvisvar enn ekki í hvert skipti sem Brooke sagði eitthvað nafn!!! kv. Sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 8:16 AM  

  • wahhaa góður punktur Sigþóra með Storm !
    Þú kemur bara í saumó , flýgur einu sinni í mánuði yfir hva.. það er nú ekki mikið ;)
    Ávanabindandi TRUE.. ætli SÁÁ viti af þessu ???

    By Blogger Bella Blogg, at 9:02 AM  

  • Sigþóra þú ert velkomin í klúbbinn minn :) Ég er bara svo sammála með Dilönu ég fengi nóg eftir 2 lög með henni í röð. Allt of rispuð rödd til að meika það í 1 og hálfan tíma á tónleikum. Svo er rasp líka ógeðis vont oj munið þið eftir lærisneiðum í raspi ojjjj alltaf á þriðjudögum jakkk... og fiskur í raspi á mánudögum uhhhu.

    En ég er alveg að fíla Lukas hann er fínn en mér finnst bara Magni bestur. Hann getur eiginlega sungið hvað sem er. Ryan er alltaf að reyn að vera með tælandi augnaráð sem er pínu þreytandi.

    Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt Berglind kemur manni í gott skap. :) Kv. Þórey

    By Anonymous Anonymous, at 7:10 AM  

  • Þið eruð nú meiru snillingarnir ætli pennasamfélag Íslands sé búið að uppgötva ykkur? Ég hlakka mikið til fyrsta saumaklúbbsins og vona heitt og innilega að ég smitist af þessum skemmtilegu frásagnarhæfileikum þegar við förum að ræða bækurnar :)

    Ég er nú svo mikil matarkelling að ég gleymdi mér í hugsunum um rasp og fór að spá í því hvort Reynar ætti einhverntíma eftir að vita hvað það væri, hef a.m.k. aldrei eldað neitt sjálf í raspi.

    Ummm talandi um mat og kræsingar hvort á þetta að vera matarklúbbur eða köku gúmmilaði klúbbur eða bara til skiptis eða hvað??? namm namm elska að borða eitthvað sem annar eldar eða gerir.

    bæjó spæjó

    By Anonymous Anonymous, at 3:40 AM  

  • Ágústa, þú ert líka snilldarkokkur svo ég get ekki beðið að koma til þín í kræsingar nammmmmm...
    en vhað er mailið þitt, sendu mér póst svo ég geti sett þig í pósthringinn berglind@atorka.is

    By Blogger Bella Blogg, at 4:55 AM  

Post a Comment

<< Home