Alheims-samsærið- Universal conspiracy
Nú frétti ég það að þegar ég hafði lokið vinnu um 14:30 í gær að við vorum flutt. Það sem byrjaði með því að Siggi ætlaði að henda ofaní nokkra kassa í gærmorgun endaði með flutning á öllu saman á einum degi, það er auðvitað ekkert grín þegar tengdafamily-an ætlar að gera eitthvað, það svoleiðis ríkur úr rassinum á þessu harðduglega fólki. Ég hélt að það tæki venjulegt fólk um 3-4 daga að skipta um húsnæði, en það tekur "Bobbingana" einn dag. Þegar ég kom inní málið sá ég tannbursta, ullarsokka og jóladúka í sama kassa og tengdapabbi að skúra loftið í íbúðinni. Ég hrökklaðist með börnin eins og flóttamaður sem veit ekkert um eigur sínar eða´í hvaða rúmi hann mun nákvæmlega sofa næstu nótt í erindagjörðir, það var ekki nokkur leið að vera þarna, maður var bara fyrir og börnin áttu von á að verða undir í hamaganginum.
Svo tók það miklar sannfæringar að útskýra það fyrir börnunum að jólasveinninn mundi finna þau á nýjum stað og allir sem voru nálægt tóku þátt í Alheims-samsærinu, að ljúga börnin full að því hvernig jólasveinninn ferðaðist með gjafirnar. Alheims-samsæri til að kaupa sér frið, álíka góð uppfinning og snuðið.
Jæja verð að fá mér kaffi, vesenið stóð til eitt í nótt og ég fann ekki brjóstahaldarann í morgun svo ef það er hægt að fara vitlausu megin fram úr þegar rúmið er upp við vegg þá gerði ég það örugglega í morgun ..ég treysti á á kaffið í dag ..that´s for sure
Bella blogg
p.s Bobba verður örugglega komin með lopapeysurnar í baðkarið þegar ég kem heim..þessi elska
Svo tók það miklar sannfæringar að útskýra það fyrir börnunum að jólasveinninn mundi finna þau á nýjum stað og allir sem voru nálægt tóku þátt í Alheims-samsærinu, að ljúga börnin full að því hvernig jólasveinninn ferðaðist með gjafirnar. Alheims-samsæri til að kaupa sér frið, álíka góð uppfinning og snuðið.
Jæja verð að fá mér kaffi, vesenið stóð til eitt í nótt og ég fann ekki brjóstahaldarann í morgun svo ef það er hægt að fara vitlausu megin fram úr þegar rúmið er upp við vegg þá gerði ég það örugglega í morgun ..ég treysti á á kaffið í dag ..that´s for sure
Bella blogg
p.s Bobba verður örugglega komin með lopapeysurnar í baðkarið þegar ég kem heim..þessi elska
4 Comments:
Einmitt Olga, og þið verðið að afsaka stafsetningarvillur, ég bruna þessu út úr mér án þess að lesa það yfir...
By Bella Blogg, at 2:22 AM
Já he he.. en fólk mundi samt þá halda að auglýsingin væri sýnd hratt
By Bella Blogg, at 3:09 AM
Hæ Berglind mín.
Gaman að þú sért komin með blogg.
Mun kíkja reglulega við.
Náði að kíkja á eitt blogg áðan og það var um flutningana...ég dó úr hlátri - ó mæ sko. Ég sé þetta sko alveg í anda. Magnað.
Sjáumst um jólin.
bk. Laufey
By Laufey Jörgensdóttir, at 5:22 AM
hey gaman að frétta af þér Laufey, já sjáumst um jólin á Faxó :)
By Bella Blogg, at 1:34 AM
Post a Comment
<< Home