What a Wonderful world

Tuesday, December 21, 2004

Boston here we come !

jedúdda mía, ég var að koma frá Boston í gærmorgun... já Siggi bauð mér "Surprise " til Boston for shopping and cosy dinners... þetta var bara gaman, ískaldur Corona á flugvellinum, dollarinn bara núll og nix svo fötin og gjafirnar keyptar á spott prís. Jólakjólinn á hana Clöru mína í GAP sem er nú enginn "búlla" á 1500 kr íslenskar og skyrtan á Sigmar í HM á 1000 kall..jeminn. Við fengum auðvitað kaup-æði og ýmislegt þarft sem óþarft keypt, ég meina það var allt svo ódýrt, Levis buxur á 2000 kall ekki í neinu nísku-púka Outleti nei nei í bara fínu LEVIS búðunum. Jæja ég skal hætta þessu núna... svo var farið út að borða..rólegt og rómantískt, drukkið mikið af Starbucks kaffi með þvílíkum kleinuhringjum og Brownie triple Chocolate Melt down..eitthvað... kúrað uppá hótelherbergi í hvítum slopp með mini-barinn í vasanum. Ég mæli endregið með svona ferð, við reyndar tókum það stíft..ég er með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum eftir mikið verslunnarlabb (hey hver var að hugsa um eitthvað annað?) Svo reyndar fengum við ekki að vera hlið við hlið í flugvelinni heim, Siggi sat í miðjunni hjá einhverjum Oversize manni þar sem "lovehandles" fengu að flæða yfir stól-armana í kjöltuna á Sigga, svo hann var soldið mæðulegur, ég sat afturámóti á milli tveggja Norðmanna "jutte bro" og vissi ekki af mér fyrr en ég var farin að dotta og slefa utan í öxlina á einum..Oh my god.. eða næstum því :) Svo fór maður bara beint í vinnu án þess að sofa neitt nema þetta litla "slef dott", það var því slæm hugmynd að reyna að byrja að pakka inn jólgjöfum í gærkvöldi með börnunum, þolinmæðin ekki sem skildi, svo ég held að það verði gerð önnur tillraun í kvöld, það verður víst að koma öllu ameríkudótinu í bréf..
Þetta SMS var sent til margra þegar drukkinn var kaldur Corona á föstudaginn´hjá Leifi Eiríks í Keflavík, við þurftum að hoppa og því ekkert öruggt með sæti í vélinni, en hér kemur SMS-ið:

Erum komin með sæti,
svo ekki vera með nein læti.
Bella blogg og Siggi sæti,
með kaldann bjór og létt á fæti,
ráðum okkur ekki fyrir kæti.
Boston here we come !!!

1 Comments:

  • Já einmitt, það var byrjað um 6
    " má ég gá hvort ég er búinn að fá í skóinn"..
    "nei...það er ennþá nótt"
    5 mín. seinna
    "mamma má ég gá......"
    Svo gafst ég upp klukkan 7
    Þá hljóp hann framm og kom aftur með nýja lego manninn sem Sveinki keypti í Tyger.
    "Mamma viltu hjálpa mér að setja hann saman"
    "ohhhhh, þetta skó vesen á að gefa manni meiri frið en gefur mér meiri ófrið, þegar gormarninr mínir skoppa fram úr þegar enn er nótt af æsingi við að kíkja, ferlegt..hmm

    By Blogger Bella Blogg, at 5:52 AM  

Post a Comment

<< Home