What a Wonderful world

Thursday, December 16, 2004

Fornaldarapparat

Jæja kortin komin í póst, one thing done, 9999 to go. Eftir að hafa sleikt frímerki og borðað konfekt inná milli í gær varð mér hálf flökurt, hvaða fornaldarapparat eru þessi frímerki? Ég sé svo sem alveg rómantíkina í þeim og allt það en þegar maður þarf að vera að fórna tungunni í þetta þá er þetta ekkert rómantískt eftir 10 kort, svo ég náði í vatn í klút, og hvað heldurðu að fólk vilji einmitt vera að fá munnvatnið manns í pósti, það gætu leynst alskonar sjúkdómar, hver veit nema að stökkbreytt fuglaflensa sé með jólakortinu þínu í ár....gerðu svo vel og gleðileg jól..ho ho ho hó.. eða hver vill fá sleikt kort frá Víktor Jústsjenkó stjórnarandstöðuleiðtoga Úkraínu, hann er eins og fílamaðurinn , einhver búinn að eitra fyrir honum...stórhættulegt. og hvað er að því að búa til límmiða í stað frímerkjanna, eru það alheims samtök frímerkjasafnara sem standa fyrir þessu eða hvað er málið. Svo bættist það ofaná að loka umslaginu, ég þurfti endilega að vera með fornaldar umslög líka en ekki sjálflímandi eins og það heitir á bókabúðafræðum. Þetta var því erfitt kvöld og ég ætla rétt að vona að fjölskylda mínir og vinir gefi sér tíma til að skoða alla þá vinnu sem ég lagði í kortin þar með talið frímerkjafestingar.
Kveðja Bella blogg

3 Comments:

  • takk kærlega fyrir þetta snilldar kort! meira að segja límmiði á umslaginu, þvílíkt dúllerí :)

    textinn var æði!

    By Blogger svofitt, at 4:39 PM  

  • Snilldin er þín Katrín Eva fyrir að setja þær saman , TAKK

    By Blogger Bella Blogg, at 4:40 AM  

  • minnsta mál... gaman að geta gert eitthvað að viti og eitthvað sem nýtist :)

    By Blogger svofitt, at 11:33 PM  

Post a Comment

<< Home