What a Wonderful world

Monday, December 13, 2004

Elvis jakkinn

Jæja fjölskyldan að flytja ,,já á besta tíma,, korter í jól. Það tók því ekki að hengja upp seríur eða neitt. Nágrannarnir eru farnir að halda að við séum komin í einhvern sértrúarflokk, eina húsið í Hafnarfirði sem er ekki skreytt. Hvað var ég að hugsa þegar fasteignasalinn stakk uppá 18.desember sem tilvalin til þess að afhenda og hverskonar fasteignasali er það sem stingur uppá svoleiðis, það er eins og fyrir bílasala að stinga uppá snjó-jeppa í 30°c hita. Svo nú er ég komin í hann krappann....eftir að kaupa allar jólgjafir (nema reyndar handa Hildi systir þar sem pakkar til DK verða að fara í dag).
Mamma lét gera upp baðið hjá sér fyrir nokkru og er búin að biðja okkur Unni að gefa sér frístandandi klósettrúlluhaldara ...VÁ ..spennandi gjöf mamma !!! mér líður mikið betur að vita til þess að þið séuð ..... Hvað er þetta með jólgjafir orðið, ef maður spyr fullorðið fólk þá eru allir búnir að semja eitthvað.."ja við Jói ætlum bara að kaupa okkur rúmgafl sem okkur hefur langað í lengi" eða "stebbi leyfði mér bara að velja mér leðurstígvél, hann kann ekkert að velja á mig" osfrv. er þetta af hinu góða...?? Ég veit það ekki ..það er ekkert spennandi við þessi jól orðið..allir velja sínar gjafir sjálfir..en það er kannski betra en að hanga uppi með eitthvað sem maður vill ekki eins og glimmer jakkinn sem pabbi keypti í Ameríku..."Berglind mér fannst þessi fullkominn fyrir þig" ...úpps hvað á maður að segja..."Já pabbi kannski ef ég væri Elvis"..nei maður segir bara "takk pabbi minn þú veist nákvæmlega minn smekk" svo fer þetta inní skáp..þar sem þetta er bara fyrir...þangað til það endar í pokanum til Rauða krossins , svo sér maður í sjónvarpinu einhvern hungraðan í Lesoto í Elvis jakka ...
Já erum við ekki endalaust að bruðla?...við erum svo dekruð...
Bella blogg

2 Comments:

  • Sælar skvísur,
    Ragna darling þér til upplýsinga þá erum við flutt tímabundið uppí gamla góða Vesturbergið þar sem íbúðin á völlunum sem við erum að kaupa verður ekki til fyrr en í vor, það er því þreytt kona sem er fyrir framan tölvuna núna. Ég mundi senda Icy Spicy jakkann ef hann væri ekki einhversstaðar í Ruganda, en hann væri án efa flottastur á henni, ég ætla bara rétt að vona að pabbi sjái ekkert líkt með mér og og Icy Spicy :)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:17 AM  

  • Já gerðu það Ragna, þá geturðu kíkt í kaffi eða rauðvín af og til meðan degið er að hefa sig :)

    By Blogger Bella Blogg, at 3:08 AM  

Post a Comment

<< Home