What a Wonderful world

Monday, November 06, 2006

Bólga

Ég veit ekki hvað málið er, en mér finnst ALLT orðið svo dýrt eitthvað, er það þessi blessaða verðbólga sem ég hef aldrei nennt að pæla í eða...hrikalega steikt, er einhver annar að finna fyrir þessu?
Ég ætlaði að kaupa mér trefil og sá engan sem var undir 3500 krónum, ég spurði líka dömuna “Hver prjónaði þennan trefil ? Muhamed Ali eða Frank Sinatra ? þvílíkt verð, er þetta af einhverjum séröldum kindum sem lifa á jarðberjum og kavíar ? Hvernig er hægt að fá út þetta verð? Fyrir utan það að það er hægt að kaupa sér trefla á margföldu þessu verði ef maður er í stuði og veit ekki hvað maður á að gera við kúlurnar eða krónurnar, þjakaður hvorki af verðbólgu né vöðvabólgu og á afgang eftir Epal, Karen Millen og Betra bak. Hver hefur efni á þessu ? (annar er Ágseir brúnkuklútur Kolbeins og ljóshærði félaginn.)
Peningaseðlar, hvað er það?.. Mattador ??

1 Comments:

  • Iss ég á svo mikið af þessu að þú kemur bara í heimsókn og færð einhvern fallegan að láni... p.s. mátt ekki fá uppáhalds flotta græna trefilinn sem Olga og Agnes gáfu mér en held ég bara alla aðra á nóg af þessu svo er líka svo sniðugt að vera með svona trefil-kraga en allavegna kíktu bara í skúffuna mína það kostar ekki neitt :)

    By Anonymous Anonymous, at 1:38 PM  

Post a Comment

<< Home