What a Wonderful world

Wednesday, October 04, 2006

TRASH – fréttir

TRASH – fréttir


Það stakk mig í augntóftirnar að þurfa að reka augun í annað sinn á sömu frétt um Jude Law í Fréttablaðinu.

Sér eftir að hafa haldið framhjá Siennu Miller

Leikarinn Jude Law sér mikið eftir að hafa haldið framhjá Siennu Miller. Hann segist hafa beðist afsökunnar, vill gleyma atvikinu og halda áfram lífi sínu (fréttablaðið 3.okt 2006).
Og who gives a flying fuck,, segi ég nú bara, haltu sprotanum í brókinni og stein þegiðu !

Ég vildi ekki særa neinn.........segir Jude en hann hafði haldið framhjá Siennu með barnfóstru barna sinna”

Svona frétt tekur meira pláss í blöðunum en þegar fatlaðir vinna Olympiu-gull.

Hvað segir það um okkur ?
Erum við svona einföld og yfirborðskennd, eða halda blaðamenn bara að við séum það?

5 Comments:

  • Þvílík lágmenning....... Eins og þú segir: who gives a flying fuck...........

    By Anonymous Anonymous, at 6:54 AM  

  • Ég verð að segja að ég varð bálill þegar kosning á kjöri íþróttamanns ársins var fyrir einhverjum árum, þar sem íslensk stúlka hafði verið kosin af Eurosport sem íþróttamaður fatlaðra í Evrópu og hún var ekki einu sinni meðal 3 efstu yfir íþróttamenn á Íslandi!!! Þá fauk í ljúfmennið! Og svo bætti nú bara á reiðina þegar ég mundi eftir því að íslenskir íþróttafréttamenn væru þeir sem völdu!
    Og, jú, einhvern vegin lifa þessi slúðurblöð góðu lífi á Íslandi eins og annars staðar í heiminum!

    By Anonymous Anonymous, at 5:29 AM  

  • Er mín nokkuð hætt að blogga ???
    annars tek ég undir með ykkur öllum, þetta er sko lágt og lélegur forgangur af fréttum :(

    By Anonymous Anonymous, at 3:21 AM  

  • Hey, er mikið að gera?????? Sakna bloggsins agalega..... Koma svo..

    By Anonymous Anonymous, at 2:50 AM  

  • Halló, halló....engin heima ?
    Sakna þín og þinna skrifa á síðunni þinni. Er mín kannski hætt að blogga eða komin með nýja síðu eða....
    Heyri kannski frá þér Berglind mín
    kveðja
    Linda

    By Anonymous Anonymous, at 4:21 PM  

Post a Comment

<< Home