What a Wonderful world

Monday, October 02, 2006

Fólkið á steypunni



Fyrir okkur sem búum hérna á steypunni, þar sem hraði samfélagsins keyrir upp hjartsláttinn og herðir hægðirnar höfum aldeilis gott af því að skipta um umhverfi.
Það hafa stöðugar framkvæmdir staðið yfir á völlunum síðan við fluttum þangað og steypan sprettur upp eins og grár arfi um allt svæðið, svo hratt að við rötum ekki heim til okkar eftir vinnudaginn.
Borinn sem brýtur hraunið til þess að rýma fyrir nýjum byggingum “taataataaammmmtaaatammm” er stöðugur, svo stöðugur að ég var hætt að taka eftir honum þegar Siggi benti mér á brestinn í höfuðkúpunni á mér.
Það vill oft vera þannig að maður virðist geta vanist öllum fjandanum,
ég meina ef að Ameríkaninn gat vanist því að drekka klór sem vatn þá getum við vanist öllu ekki satt.
Hér á steypunni einagrum við okkur frá náttúrunni, yfir sjónvarpinu og tölvunum, í vinnuamstrinu, bílaöngþveitinu og Kringlunni í mannmergðinni í líkasræktinni eða sveittu stöppunni á skemmtistöðunum, það er ekkert skrítið þó fólkið á steypunni sé orkulaust.

Um helgina var ég í bústað á einstaklega fallegum stað í einstaklega góðum vina hópi og þrátt fyrir miklar vökur og hamagang í leikjum (þar á meðal í STO , sem ég hef ekki farið í síðan ég var barn) fékk ég margfalda orku til baka, ANDLEGA orku.

Þið kæra fólk sem þjösnist áfram á steypunni, ég hvet ykkur til að kíkja út fyrir um leið og þið hafið tækifæri til og endilega rifjið upp einhverja skemmtilega barnaleiki það er guðdómlegt ;)

2 Comments:

  • ohhh..þetta er svo satt hjá þér... Nauðsynlegt að hlaða sálarbatteríin.... Í sambandi við hávaðann hér á Völlunum þá er ég annað hvort hætt að heyra hann eða þá að það er enginn hávaði hér hjá mér.....:)

    By Anonymous Anonymous, at 2:21 PM  

  • já einmitt´Beta, við reyndar vorum á svo litlu svæði að það ma´tti ekki taka nein skref þegar maður var með boltann, en svo mátti ekki skjóta þá sem voru svo nálægt að þeir gátu snert mann, þetta var bara leikið svona eftir minni ;)
    Frábær skemmtun. Það versta var þó að heita vatnið vantaði í bústaðinn svo það gat enginn farið í sturtu á eftir átökin hihi

    By Blogger Bella Blogg, at 2:28 AM  

Post a Comment

<< Home