Long time no see, brjálað að gera .
Ég kom heim til mín í gær og snéri við í dyragættinni viss um að ég hefði labbað inn í vitlausa íbúð. Það var búið pakka allri búslóðinni inná flísarnar, inná bað og út á svalir, teppið var farið og það var bara grá steypa sem blasti við mér, skál með ávöxtum undir borði, sængur í keng og það bergmálaði, þegar ég kallai “halló”. Hvað var að gerast ? Enginn heima.
Ég reyndi að hringja í Jórunni vinkonu til að spyrja hana hvort hún hafi ekki örugglega verið í heimsókn hjá mér bara í gær þar sem allt var svo huggulegt og við drukkum kaffi með hvítar rósir í glærum vasa, svo pent (var ég búin að liggja á spítala í COMA í marga mánuði á meðan aðrir keyptu íbúðina????? )
Siggi kom svo heim, dragandi stórt tæki, sagði mér að við værum að fara parketleggja og nú þyrfti að pússa steypuna. Monsterið var vakið (vélin) og þvílíkur kraftur, það skoppaði einhvernverginn um , hentist áfram svo það var engu líkara en að Siggi væri með brjálaðan hund sem togaði hann og rykkti út um allt. Ég átti svo að sópa steypurykið, við vorum fljótlega gráhærð af steypuryki, ég ennþá í skrifstofufötunum, svörtum sparifötum sem gránuðu með hverri mínútunni, ég var svo hrædd við monsterið sem Siggi virtist enga stjórn hafa á, sem reyndist svo ekki að ástæðulausu. Kvikindið nartaði í skóinn hjá mér, siggi missti tryllitækið aðeins of langt frá sér svo tækið beit stykki aftan af hælnum mínum, fínu skrifstofu stígvélunum sem reyndar voru orðin grá. Við Siggi náttlega bara fórum að skellihlægja yfir þessu þó mér væri mikið brugðið. Með hálfétinn hæl og grátt hár var haldið áfram, siggi setti viskustykki fyrir vitin og sundgleraugu, dísess þvílíkt lúkk á genginu. Þegar búið var að sópa það mesta byrjaði siggi bara að ryksuga restina af steypunni og það leið ekki á löngu þar til ryksugan gaf upp andann, andlát ryksugunnar var fremur hljóðlátt og enginn var beint hissa, þetta var eins og að troða fitu niður kokið á manni og bíða eftir hjartaáfallinu það hlaut að koma. Svo var ákveðið að fara út að borða, þar sem allt sem var í boði á heimilinu var með ryki, brauð með ryki ,ávextir með ryki, kornfleks með ryki osfrv. Svo það var Pilsburys fjölskyldan sem fór á American style, reyndum að vísu að skipta um föt, en rákum okkur alltaf utaní einhversstaðar á leiðinni út, Clara reyndi þrennar buxur.
Mæðuleg fjölskylda á “Stælnum”
Ég hóstaði og það kom ryk, ég fór og snýtti mér og það kom steypa, ég sá ekki út.. enda gleraugun þakin ryki, þvílíka ástandið.... þvílík steypa..