What a Wonderful world

Tuesday, May 02, 2006

Þessi upplifun fer á harðadiskinn


Við fórum á stórkostlega tónleika á laugardaginn hjónin. Simmi bróðir Sigga bauð okkur ásamt nokkrum öðrum gleðipinnum og það var BARA frábært. Garðar Thor Cortes í allri sinni dýrð ásamt KATHERINE JENKINS sem er eins og teiknuð Disney prinsessa, gullfalleg og syngur eins og engill og hann er svo sem ekkert ljótasti maður í heimi (ég get verið svo yfirborðskennd). .... En það var frekar MIKIÐ um gæsahúð, þvílík upplifun og ekki skemmdi fyrir að við vorum á 2 bekk beint fyrir framan þau.. Siggi sagði “það er eins gott að gaurinn verði ekki andfúll” við vorum svo nálægt. Sennilega fengið sætin þeirra Ólafs og Dorrit ;) en mér skilst að Simmi hafi beðið við tölvuna þegar byrjað var að selja miðana.
Það var svolítið mikið af fólki í eldri kantinum svo maður velti því fyrir sér án gríns "skildi þessi lifa tónleikana af". En þetta var svona "once in a lifetime" upplifun sem verður sett í spes bankahólf á minningasvæðið, vistað á harðadiskinn. Ef það kemur út plata með þeim saman verður hún best seller og fólk mun leggjast í slagsmál yfir síðustu diskunum í hillunni...án efa...
TAKK fyrir okkur SIMMI !

2 Comments:

  • Draga upp veskið.. hehe...Hann getur líklega gert töluvert af þvi á næstunni, heimsfrægðin við þröskuldinn og seðlar sem fylgja því

    By Blogger Bella Blogg, at 3:01 AM  

  • Vá já Berglind þessir tónleikar voru frábærir og enn betri eftir hlé þegar ljósa hárið var farið úr rassinum á Garðari Cortes hahaha. Ég vissi í raun ekkert við hverju mætti búast og var alveg í skýunum með þessa upplifun.

    sjáumst í kvella gella :)

    By Anonymous Anonymous, at 5:53 AM  

Post a Comment

<< Home