smá vandræði....
Í vikunni buðum við Gilla bróðir Sigga í mat til okkar sem er svo sem engin stórfrétt, en aniveis þá er lljósmyndari frá Mogganum allt í einu á leiðinni til okkar að taka mynd af einhverjum rétti sem er svo í Mogganum í dag, en það er ekki það sem ég ætlaði að segja frá. Allavega þá stekkur Gilli upp og bíðst til að fara með börnin út að veiða og eitthvað, Gilli einstaklega barngóður og alltaf til í eitthvað stuð með krökkunum og tilvaldið þar sem þá yrði næði fyrir myndatökuna. Eftir tvo tíma koma þau svo heim rjóð í kinnum og æst.. og Sigmar í miklum spenningi segist vera með nýja gæludýrið okkar...og ég næ ekki að melta hugmyndina fyrr en dýrið er komið inní stofu, og það er KRABBI., ekki neinn venjulegur krabbi,, heldur Kalli Krabbi. Hann virtist nú frekar meinlaus og óframfærin en var nú samt að reyna að streðast uppúr skálinni, en ekkert gékk. Svo bara byrjar Law and order og allar græjur, börnin að tannbursta, Gilli kveður og allir í góðum fíling. Hjónin uppí rúm og bara sofið vært, allir búinir að gleyma nýja gæludýrinu.....
Daginn eftir kemur mamman fram til að undirbúa morgunmat og man allt í einu eftir Kalla. Nema hvað Kalli er bara ekkert lengur í skálinni. Jebbs.. dýrið gengur laust......
Kalli plataði okkur öll, lék sig meinlausan og veikan krabba. En í skjóli nætur hefur hann svo stokkið uppúr skálinni og flúið á braut. Það versta er að hann hefur líklega ekki komist langt, ég hef allavega ekki vitað um marga krabba á langferðalögum, og því liggur hjá mér sá grunur að kvikindið sé enn innan veggja heimilisins og endar sem einhver þurrksreyting undir rúmi einhversstaðar. .. og einn daginn á ég eftir að reka augun í líkið þegar ég á síst von á. Great !!
Þetta hefur valdið mér svo mikilli streytu að ég hef ekki sofið síðan, nema þá dreymandi um krabba, lifandi sem dauða.
Hvað gerir maður ?
Kannski verðum við bara með sallat í næsta Mogga, með sólþurrkuðum krabba... Kalla krabba...
Daginn eftir kemur mamman fram til að undirbúa morgunmat og man allt í einu eftir Kalla. Nema hvað Kalli er bara ekkert lengur í skálinni. Jebbs.. dýrið gengur laust......
Kalli plataði okkur öll, lék sig meinlausan og veikan krabba. En í skjóli nætur hefur hann svo stokkið uppúr skálinni og flúið á braut. Það versta er að hann hefur líklega ekki komist langt, ég hef allavega ekki vitað um marga krabba á langferðalögum, og því liggur hjá mér sá grunur að kvikindið sé enn innan veggja heimilisins og endar sem einhver þurrksreyting undir rúmi einhversstaðar. .. og einn daginn á ég eftir að reka augun í líkið þegar ég á síst von á. Great !!
Þetta hefur valdið mér svo mikilli streytu að ég hef ekki sofið síðan, nema þá dreymandi um krabba, lifandi sem dauða.
Hvað gerir maður ?
Kannski verðum við bara með sallat í næsta Mogga, með sólþurrkuðum krabba... Kalla krabba...