What a Wonderful world

Thursday, October 06, 2005

Ísland bezt í heimi



Eftir að hafa horft nokkrum sinnum á þáttinn “what not to wear”, verð ég að lýsa yfir samúð minni gagnvart bresku þjóðinni (full af hroka og stælum) varðandi þá staðreynd hvað breskar konur eru margar-hverjar hreint og beint ófríðar (með flöskuaxlir) og virka oft mikið eldri en kallarnir þeirra ..........sem eru reyndar ekkert mikið fallegri en þær, flestir eins og Karl bretaprins með jarðaberjarauðar kinnar og flatann rass.
En það er bara gaman að velta fyrir sér þjóðfélagslegri fegurð í ljósi þess að við teljum okkur fallegsta þjóð veraldar (Ísland bezt í heimi). Við erum í þessum “BEST” rembing alla daga og ég get alveg tekið undir það af því að mér finnst það bara FRÁBÆRT, ég elska stórar yfirlýsingar og alhæfingar sem eru nokkrum skýjum fyrir ofan raunveruleikan, því það er nákvæmlega það sem hefur komið þjóðinni þangað sem hún er í dag. Þetta er að sjálfsögu viss hroki, kannski í bland við gott sjálfstraust, en kemur oft bara helv... vel út.
Er ekki líka mikið skemmtilegra að taka þátt í lífinu einmitt svona? Ef við ættum að reikna út líkurnar á því að íslenskt landslið mundi vinna Bandaríkjamenn í körfu áður en leikurinn hæfist, reiknað út frá íbúafjölda, fjármagni osfrv. og varpa fram væntingar okkar í samræmi við það, þá gætum við bara pantað einn gám af þunglyndislyfjum strax, rekið ríkisstjórnina og kallað okkur ÞUNGLYNDI..is
Okkar “litla” þjóð felur sig sem betur fer sjaldan ef nokkurn tímann á bak við það í samkeppni að vera lítil.
Jú kröfurnar verða stundum ofar en leyfilegt flughæð, en við getum líka bara hlegið af því síðar, eins og t.d væntingar okkar til Gleðibankans 1986, þegar verktakar landsins voru farnir að rífast um að byggja nýju tónlistarhöllina sem mundi hýsa keppnina á eftir.
Við trúum því að við séum best í mörgu og það er fullt af fólki sem trúir því með okkur.
If you dont believe in yourself nobody else will......

2 Comments:

  • Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Kemur manni alla vega alltaf til að hlæja.
    Ég er mikið búin að reyna að ná í þig, aldrei heima og slökkt á gsm símanum. Þú hringir kannski í mig þegar þú sérð þetta.
    Kveðja
    Kristín Inga

    By Anonymous Anonymous, at 3:44 PM  

  • Kristín Inga !!!
    ég neyddist til að skipta um númer, vegna fjölda aðdáenda sem voru búin að múta starfsmönnum Ogvodafone og kaupa þannig upplýsingar um símanúmerið mitt,Jónína Ben og Styrmir farin að hringja í tíma og ótíma.... eða bara að ég var að fá vinnu-gsm síma og þess vegna er ég komin með nýtt númer...allavega..ég sendi þér SMS :)

    By Blogger Bella Blogg, at 4:46 AM  

Post a Comment

<< Home