What a Wonderful world

Tuesday, October 04, 2005

Auglýsingar

Hversu oft horfir maður á auglýsingar aftur og aftur og maður man aldrei hvað var verið að auglýsa og svo eru það frábærar auglýsingar sem hafa virkilega áhrif á mann, taka sér bólfestu í undirmeðvitundinni og öskrar á mann að kaupa þessar vörur. Hafiði velt þessu fyrir ykkur? vitið þið hvernig auglýsingar hafa áhrif á ykkur og hverjar ekki? og hvaða auglýsingar eru skemmtilegar og hverjar svo hörmulegar að það er nóg að sjá þær einu sinni.
Mér finnst Cherios auglýsingin með pabbbanum og barninu skemmtileg , þegar hann raðar upp hringjunum fyrir barnið sem leikmenn Chelsea, svo finnst mér nýja auglýsing frá VR góð varðandi launamisréttið, hvað finnst ykkur?


Ég er með hærri laun en þú !!!!


Coke getur ekki fengið betri auglýsingu en þetta !

8 Comments:

  • This comment has been removed by a blog administrator.

    By Anonymous Anonymous, at 7:22 AM  

  • Ég þoli ekki svona tengi-auglýsingar. Eins og frá póstinum og Kók-light... Alveg þreytandi leiðinlegt.Æi þú veist svona kelling hlustar á útvarp og heyrir í kókinu sem þáttastjórnandinn er að drekka og langar í kók og fer út í glugga og þar er kona með barnavagn og kók og þá keyrir bíll framhjá og kallinn er að drekka kók og og og og...Viðbjóður... Mér finnst nýja auglýsingin frá KB-banka skemmtileg.. Liðið sem er að detta og dýnan tekur af því fallið.. Eitthvað flott við þessar auglýsingar..kv. ragnajenný..

    By Anonymous Anonymous, at 7:51 AM  

  • Mér fannst góð auglýsingin frá Framsóknarflokknum fyrir síðustu kosningar með húsnæðislánin. Hjón að reyna að fara að sofa, með mynd af "litlu" stúlkunni sinni á náttborðinu en gátu ekki sofið fyrir xxxxhljóðunum í henni og kærastanum... Finnst gaman þegar það er húmor í auglýsingunum og hann má mín vegna alveg vera svona á grensunni eða tvíræðinn.
    Ég þoli engan veginn bleiu- og dömubindaauglýsingar og skil ekki af hverju þau nota alltaf bláan vökva í sýnikennsluna! Ég meina ef það þarf að auglýsa þetta svona nákvæmlega þá er um að gera að vera bara heiðarlegur og nota gulan og rauðan vökva ;) kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 8:28 AM  

  • Sammála með Framsóknarauglýsinguna... Finnst gaman þegar það er húmor í auglýsingum, "erfiðasta við að kaupa nýjan bíl er að lána krökkunum hann", eitthvað slíkt. Það eru reyndar fáar auglýsingar sem hafa áhrif á mig beint. Það hefur varla gerst að ég hafi séð auglýsingu og farið út í búð og keypt hlutinn (eða farið í þann og þann banka). Oftast fer ég eftir afspurn.

    En það er ein auglýsing sem hafði svakaleg áhrif á mig og það var þessi frá Umferðarstofu og Ragnheiður söng undir "Vísur Vatnsenda-Rósu". Ég er stundum soldið utan við mig, sérstaklega eftir að við keyptum góðan bíl, og finn oft ekki fyrir hraðanum sem ég er komin á. Eftir þessa herferð þá ja, virkaði hún allavega á einn einstakling. Það var ekki væmnielementið sem slíkt sem virkaði á mig... kom mér bara til að hugsa um hvað hraðinn er stórhættulegur.
    Kv, JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 1:03 PM  

  • Mér finnst auglýsingin frá Símanum snilld þar sem stelpan er að dömpa gaurnum og hann fer að hágrenja...og foreldrarnir alveg tjúll ;)
    kv. bibba

    By Anonymous Anonymous, at 5:50 AM  

  • Ég verð að nefna Lottó auglýsingarnar...þótt það sé helv..karlremba í þeim...hehehe...Jón Gnarr er frábær í þessu hlutverki...og mér finnast þær þrælfyndnar!!!

    Sammála þessu með sjampó og dömubinda-auglýsingar...OJ BARA...

    Kv, Íris Dögg

    By Blogger IrisD, at 2:09 PM  

  • Já margar góðar ..komið hér fram, ég var að sjá nýja í gær frá Icelandic fitnes and spa, hún er FRÁBÆR, það er nærmynd af brjóstaskoru og allan tímann heldur maður að þetta sé kvenmaður en svo fer myndavélin upp og þá er þetta feitur kall og línan er einhvernvegin svona; er ekki komin tími á að fara í ræktina,, hehehehhe algjör snilld

    By Blogger Bella Blogg, at 8:07 AM  

  • Mín uppáhalds auglýsing á efa er Peyjinn á þríhjólinu (Umferðarstofa)
    "frá , drullaðu þér burtu kerling , hvað ertu að hálfvitin þinn".

    Gömul og fyndin
    http://www.kvikmynd.is/video/OldSvaliHLH_512k.wmv

    Kv. Lilja Ólafs.

    By Anonymous Anonymous, at 4:56 PM  

Post a Comment

<< Home