What a Wonderful world

Tuesday, October 11, 2005

Ferð í Apótek

Í gær fékk ég SMS frá konu sem ég þekki nánast ekkert (vann með henni á Kaffi Reykjavík nítíuogtvö), skilaboðin voru : NEYÐARÁSTAND, svo ég varð að hringja til baka. Hún virtist mjög desperate og grátbað mig að koma við heima hjá sér, en hún býr í lítilli herbergiskompu niðrí kjallara í skuggalegri blokk sem er þakin mosa, ég held að herbergið sé upphaflega ætlað sem geymsla.... en allavega mér fannst ég tilneydd til að athuga með hana, jú..never nó... Þegar ég kom sat hún á stól með sundhring undir rassinum og byrjaði undir eins að segja frá ástandinu, hún var semsagt með gyllinæð á slæmu stigi og lýsti því í smátriðum með angistarhljóðum hvernig hringvöðvinn var þrútinn eins og misheppnaðar silkonvarir og að losa hægðir var eins og að skíta rakvélablöðum. Þar sem hún gat sig ekki hreyft uppúr sundhringnum, var það ósk hennar að ég færi í apótek og mundi redda bólgueyðandi kremi og stílum. OK !!!! Um leið og ég arka inní apótek fæ ég kvíðakast yfir því að þurfa að opinbera erindi mitt upphátt.. Hvað er það með apótek???? það er nákvæmlega ekkert privat, á maður alltaf að öskra upphátt viðkvæm persónuleg erindi? anyways...
Kona á svipuðum aldri og ég, bítur saman jöxlunum og muldrar ofaní bringuna á sér:
“áttu nokkuð..lúsasjampó” ?
þá öskrar ylmvatnsdúllan í afgreiðslunni
HA, HVAÐ SEGIRÐU??
áttu nokkuð..lúsasjampó” ?
“BINNA EIGUM VIÐ LÚSASJAMPÓ”??? öskrar ylmvatsdúllan.
Ég þykist vera að skoða augnskugga......og mjaka mér nær...
.............................og ylmvatnsdúllan heldur áfram.:
“BINNA EIGUM VIÐ PILLUR VIÐ NJÁLG”..
.................................gamall ræfill kemur inn......
NEI NEI.. PALLI PARKÓDÍN MÆTTUR.... ER RUNNIÐ AF ÞÉR EÐA KOMSTU TIL AÐ KAUPA HREINSAÐ BENSÍN?....(djöfuls..ruslalýður..enginn að kaupa varalit og nýja línan frá Loreal ósnert síðan á mánudag....)
Ég gríp til örþrifaráða, næ mér í bréf af gólfinu og skrifa á það sem mig vantar, labba svo að dúllunni og rétti henni miðann, hún horfir á mig með fyrirlitningu og setur upp gleraugun (sem hanga í svona gull gleraugnabandi)
Hvað stendur hérna? Sá ég þig ekki spyrja annan starfsmann út í augnskugga á áðan, ertu að spila með mig.......silkiklúturinn var farinn að þrengja að hálsinum og hún var eldrauð í framan....
ég hvíslaði; “Get ég fengið BÓLGUEYÐANDI- ENDAÞARMSSTÍLA-VIÐ-SLÆMRI GYLLINÆÐ OG TANNÞRÁÐ,
ENGANN POKA.
ER BÚIÐ AÐ LOKA?, NEI,,
...........þú ert á lyfjum..út með þig....!!!


Ekkert rosa skipulag hjá apótekunum í Indlandi, "bíddu nú við......við gyllinæð já" leyfðu mér að gá....

5 Comments:

  • Hehehehe þetta er snilld :)
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 10:19 AM  

  • Brilliant :)Kv. Þóra

    By Anonymous Anonymous, at 2:16 PM  

  • p.s. það er í alvöru selt hreinsað bensín í apótekum, vissuði það?

    By Blogger Bella Blogg, at 2:24 AM  

  • Sælar....
    Thú er snillingur, og hefur altaf verid, og verdur altaf.
    You make my day!!
    Love you
    Thín systir Hildur

    By Anonymous Anonymous, at 6:47 AM  

  • Mér var sagt að það væri gott að nota það til að hreinsa af lím eftir límmiða á t.d húsgögnum og t.d. límmmiða nýjum glösum og skálum eins og oft er, og að það væri selt þarna og ég fór og keypti einn brúsa, soldið skrítið :)

    By Blogger Bella Blogg, at 3:27 AM  

Post a Comment

<< Home