What a Wonderful world

Monday, December 19, 2005

Út í óvissuna !

Verð að segja ykkur frá óvissuferðinni sem ég lenti í á föstudaginn. Pálmi bróðir hringdi og bað mig og Sigga að taka okkur frí í vinnu eftir hád. á föstudag. Við komum heim til hans 12:15, þar sem beið svaka bíll fyrir utan og bílstjóri sat og beið. Janika kærasta Pálma var jafn spennt og við Siggi, vissum ekkert. Pálmi bauð okkur uppá voða fínt kampavín í eldhúsinu, það var skálað og svo lagt af stað út í bíl. Í þessum líka svaða bíl var svo drukkið enn meira kampavín..mmm..já svo vorum komin ..að þyrluþjónustunni..og engin annar en Jón SPAÐI tók á móti okkur sem er víst gæinn sem er brjálæðingurinn í James Bond myndinni sem tekin var hér og hefur verið eftirsóttur í bíómyndir vegna hæfileika sinna á þyrlu... já og við inn í tækið.. dísess hvað það er geiðveikt að vera í þyrlu, hann tók nokkur stunt atriði, lét þyrluna falla, sveigði og beigði eins og í rússibana og við áttum í basli með að halda kampavíninu í glösunum. Svo var stoppað á yndislega fallegum Langjökli og stigið út, skoðað útsýnið og það var bara bilað !! (afsakið lýsingarorðin. Það var ekkert slökkt á þyrlunni , bara allt á fullu og þyrlunni var lagt bara nánast á brúnina á klakanum og ég get svarið það ég sá það fyrir mér... þyrluna renna niður og við föst á jöklinum í marga sólarhringa, en það gerðist ekki (sennilega búin að horfa á of margar bíómyndir). SVo var farið aftur inní þyrlu og fengið sér jólahlaðborð, sem Siggi kom með, jólasíld, pate...hamborgarahrygg með brúnuðum kartöflum ,sósu og rauðkáli.....creme brulé og úrval annara rétta..+ fallegasta útsýni sem við öll höfðum haft á jólahlaðborði áður ,,for sure !!!.. Það var meira hvítvín , svo þyrlan þurfti að taka tvö pissustopp(bara fyndið).
Allur tími sólar var nýttur og svo tekin stefnan aftur til Reykjavíkur, þetta var frábær upplifun og sannaðist enn og aftur að Ísland er fallegast í heimi ;)
Takk Pálmi fyrir okkur !!!

6 Comments:

  • Þetta er svona saga sem maður sér bara í bíó myndum en gaman að þið fenguð að njóta þess því þið eruð svo yndisleg eigið þið frábær jól og borðið nú á ykkur gat

    By Anonymous Anonymous, at 4:05 AM  

  • Vá! Get ég logið að ég sé launsystir og að það hafi verið þagað um tilveru mína í ein 30 ár ef Pálmi býður aftur í óvissuferð??? Sá er flottur á því og gaman að heyra frásögnina. Get rétt ímyndað mér hversu magnað þetta hefur verið :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 7:25 AM  

  • Hefði viljað vera þú....
    kk
    Elín

    By Anonymous Anonymous, at 1:12 PM  

  • Hvar fær maður svona bróður???
    kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 4:02 PM  

  • vá en geggjað, frábært að fá að fara í þyrlu og tala nú ekki um allt útsýnið um fallega Ísland.

    Góða ferð til Eyja og hafið það sem allra best ;)
    Ágústa Dröfn

    By Anonymous Anonymous, at 11:52 AM  

  • hefði frekar viljað fá 300 þús kallinn...

    By Anonymous Anonymous, at 6:12 PM  

Post a Comment

<< Home