What a Wonderful world

Monday, February 05, 2007

Sigmar 7 ára - þann 3. febrúar





Já Sigmar varð 7 ára um helgina !! vegna tæknilegra örðuleika var ekki hægt að setja inn fagnaðarerindið fyrr ;) Sigmar var með þetta flotta bekkjapartý fyrir helgi og mikið gekk á (bara eins og það á að vera í slíkum veislum) Um helgina fórum við svo í leikhús og það var mjög gaman. Myndir úr afmælinu á síðu Sigmars og Clöru hér
Síðan er nú læst, endilega sendið mér póst ef þið viljið fá aðgang; berglind@atorka.is
Sigmar hefur verið með varaþurrk í margar vikur sem við eruma ð reyna að vinna bug á og hann sagði við mig í gær "mamma ég er alltaf að kroppa í vörina, ég skil það ekki ég er bara eins og reykingamaður, ég get ekki hætt" ;)

13 Comments:

  • Til hamingju með snúllan, flottur strákur. Hló upphátt með varaþurrkssöguna, ohhh þau eru svo æðislega einlæg og skemtileg þessi börn. Algjör Snilli!!!

    Knússs Heiða

    p.s. Áttu kaffi fljótlega??, hvenær passar að hittast. Er hrædd um að ég þekki þig ekki ef það líður lengri tími.

    By Anonymous Anonymous, at 3:52 AM  

  • hey ég sendi þér póst Heiða mín og bíð þér í kaffi, ég hef elst svo ef þú skildir ekki þekkja mig þá verð ég með rauðan trefil ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 5:16 AM  

  • Til hamingju aftur með afmælið Sigmar og þið foreldrarnir með þennan flotta strák. Búin að hlæga mikið af þessum yndislegu börnum og sagði söguna í vinnunni frá helginni þegar þið komuð í mat og Clara var að bísnast yfir því að Sigmar færi alltaf beint í tölvuna (litla mamman) og þetta æðislega svar sem Sigmar var sko með á hreinu ...Nei sko ég segi alltaf hæ á undan :) hahahaha

    knús á línuna og við förum að koma i aðlögunar-heimsókn fljólega með Reynar

    By Anonymous Anonymous, at 2:58 AM  

  • Elsku hjartans snillingur.

    Til hamingju með afmælið, stóri strákur. Það var svo gaman að fá þig í heimsókn um helgina, þú ert svo mikill gleðigjafi og orðheppinn með eindæmum. Að 7 ára drengur skuli hafa áhyggjur af því að ég á ekki kall. Ha ha ha....

    Hann á nú ekki langt að sækja alla þessa orðheppni. Þannig eru foreldrarnir báðir. Rauður trefill.....wahahahaha...

    Knús og kossar
    Onga og A-ness

    By Anonymous Anonymous, at 4:48 AM  

  • Til hamingju með Sigga þinn í dag 2. mars....

    By Anonymous Anonymous, at 4:26 AM  

  • VIÐ VILJUM BLOGG VIÐ VILJUM BLOGG VIÐ VILJUM BLOGG VIÐ VILJUM BLOGG !
    koma svo kv. gilli

    By Anonymous Anonymous, at 4:32 PM  

  • Jæja hvað er málið með blogg meistarann...

    By Anonymous Anonymous, at 2:49 PM  

  • Berglind mín, ég tek undir orð þeirra sem á undan mér skrifa. Skifa kona, skrifa :)Ég sakna þess að lesa ekki skemmtilegu skrifin þín.

    By Anonymous Anonymous, at 5:53 AM  

  • hæ elskurnar, já nú er nóg komið af fríi, var að koma frá Bahamas, kem með fréttirnar MJÖG fljótlega ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 7:55 AM  

  • já og Heiða pæja sendu mér mail,, berglind@atorka.is
    mar sér þig bara í blöðunum, meiri drottningin ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 7:56 AM  

  • Til hamingju með afmælið elskan : ) Held að þín bloggsíða sé jafn dáin og mín. Það er synd því það er svo gaman að lesa þig.


    Kv. Þórey

    By Anonymous Anonymous, at 9:38 AM  

  • Til hamingju með daginn darling.

    Ég held að gestir þínir viti ekki af því að þú kemst ekki lengur inn á bloggið þitt til að gera pistla....

    Kveðja
    Olga Björt

    By Anonymous Anonymous, at 9:50 AM  

  • Elsku Berglind, til hamingju með daginn. Er búin að kíkja skriljón sinnum, og aldrei neitt blogg.
    Hlakka til þegar þú byrjar aftur.

    kv Heiða


    p.s. læt heyra í mér fljótlega

    By Anonymous Anonymous, at 5:00 PM  

Post a Comment

<< Home