What a Wonderful world

Tuesday, February 21, 2006

Nýr starfskrafur !


Það var að byrja nýr starfskraftur hérna í vinnunni. Maður sem heitir Hugo og á að starfa sem nýr starfsmannastjóri fyrirtækisins. Hann sérhæfir sig í bættri samvinnu á kvennavinnustöðum og hefur nú þegar sett á nudd-morgunverðarfundi, svo konur eigi auðveldara með að slíta hugann frá heimilum sínum , börnum og búi, slakað á og verið heilsteyptari starfskraftar sem einblína á að sjá sjálfan sig sem engöngu starfsmenn en ekki neitt annað meðan þær eru í vinnu. Í stefnu Hugo er einmitt bannað að mæður taki símtöl frá leikskólum eða eiginmönnum og konum ráðlagt að ráða annað vinnuafl í þannig verkefni sem trufla eðlilegan vinnudag. Hugo er ættaður frá Bretlandi og er vinnutitillinn "the Boss" ("yfirmaðurinn") dregin af verkum hans, hann er semsagt upphafsmaður boss-ismanns í heiminum. Við bjóðum hann velkominn til starfa.. mr. Hugo Boss.
p.s Hann er með námskeið fyrir konur á framabraut á Nordica um helgina, að ég held.

4 Comments:

  • Hey!!! Hugo Boss má alveg kíkja í vinnuna til mín.. Vinn bara með kjellum og þessi gæi myndi heldur betur hressa upp á starfsandann... Ertu með símanúmerið hans?????

    By Anonymous Anonymous, at 12:36 AM  

  • ÖSKRANDI snilld !!!
    Langt síðan ég las eitthvað svona fyndið...
    Er verið að ráða hjá ykkur?
    JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 12:12 PM  

  • hehehe, ég ætti kannski bara að koma aftur yfir til ykkar ;o) Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt! Fann það út frá einhverjum linkum hingað og þangað!
    Kveðja, Harpa

    By Blogger Harpa, at 2:07 AM  

  • Nei sæl Harpa !!! gamm..annn að sjá þig hér ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 6:51 AM  

Post a Comment

<< Home