What a Wonderful world

Monday, February 13, 2006

Elsku mamma átti afmæli í gær 12. febrúar


Elsku mamma til hamingju mað daginn í gær !!
  • Það ert þú sem leyfir konum frá Votta Jehova að lesa fyrir þig upp úr biblíunni meðan þú ert að vinna af því þú getur ekki sagt þeim að koma seinna.
  • Það ert þú sem kaupir bækur af sölumönnum af því enginn var búinn að kaupa af þeim og þeim virtist kalt, bækur sem eru enn með plastið utan um mörgum árum seinna.
  • Það ert þú sem ferð þrisvar á dag í búð til að kaupa í matinn af því þú heldur að þú sért að kaupa minna, en ert í raun að kaupa meira.
  • Það ert þú sem hefur borgað fæði, föt og menntun fyrir þrjú börn í þriðja heiminum.
  • Það ert þú sem hefur oftar en hundrað sinnum lagt frá þér það sem þú varst að gera til þess að sækja mig á æfingu, til vina eða úr skóla þegar ég gat vel labbað.
  • Það ert þú sem hefur alltaf verið með mjög langar neglur og bleikan varalit.

Þetta er nú bara brotabrot af því hver þú ert, en það er samt alveg magnað !

5 Comments:

  • Af því að þú talar nú um þjóðhátíð, þá tók hún einu sinni að sér ungabarn heim sem hún hafði aldrei áður séð. Fór með það heim í bekkjabíl, af því foreldrarnir voru að koma í fyrsta sinn á þjóðhátíð og hún vildi endileg að þau skemmtu sér vel. Einhvert vinafólk Pálma bróðir.. "Ég tek bara barnið, fariði og skemmtið ykkur"...soldið einkennilegt en barnið var eins og engill svo þetta reddaðist.. engvir GSM símar þá..

    By Blogger Bella Blogg, at 7:20 AM  

  • Til hamingju með múttuna þína...

    By Anonymous Anonymous, at 1:29 PM  

  • Til hamingju með mömmuna !
    Alveg örugglega duglegasta mamman í skutlinu hérna á árum áður og eflaust enn :) kv. Páley.

    By Anonymous Anonymous, at 12:49 AM  

  • Já ég skil ekki enn hvernig hún nennti þessu skutlerí alltaf hreint. Alveg ótrúlega mögnuð hún mamma þín. Alltaf svo vel til höfð með kristalinn út um allt :)
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 7:18 AM  

  • Já hún Kristrún er einstök. Það voru ekki fá skutlin upp strembuna sem maður fékk hjá henni.

    En til hamingju með mömmsluna þó seint sé.

    Kv. Þórey

    By Anonymous Anonymous, at 7:59 AM  

Post a Comment

<< Home