What a Wonderful world

Friday, February 03, 2006

Hann elsku Sigmar minn er 6 ára í dag.

Image Hosting by PictureTrail.com

Image Hosting by PictureTrail.com



Ég trúi því varla hvað tíminn líður og hvað hann stækkar fljótt. Hann sofnaði í hjónarúminu okkar í vikunni og ég átti í mesta basli við að halda á honum yfir í sitt rúm, mér fannst ég halda á unglingi. Við vorum með þetta flotta búningaafmæli í vikunni þar sem strákarnir mættu sem ofurhetjur og stelpurnar að sjálfsögðu í glitrandi prinsessubúningum. Strákarnir með sverðin á lofti að skylmast um alla íbúð á meðan prinsessurnar skiptust á veskjum og kórónum. Ég vissi að afmælið hafði heppnast vel þegar ég sá súkkulaðiköku- klessu á koddanum mínum þegar ég vara að fara að sofa um kvöldið.

Sigmar fór til eyja í gær til að vera hjá ömmu Bobbu yfir helgina (þar sem við erum að fara út) og ég fékk móðurlegt samviskubit yfir að senda hann frá mér á afmælisdaginn. Hann og amma Bobba hafa þó sérstakt samband sín á milli sem ég get ekki greint svo auðveldlega frá og honum líður einstaklega vel hjá ömmu sinni, knúsar hana oft og segir henni hvað hann elskar hana svo amman bráðnar eins og smjör. Það byrjaði þannig að Bobba ætlaði að baka pönnslur fyrir hann í dag en svo heyrði ég í þeim í gærkvöldi og þá var amman búin að plana afmælisveislu með tertum og rúllubrauðum, amma Kristrún ætlar að koma með eina köku og afi Gísli var á leið með Sigmar til Ragga rakara svo hann yrði nú glæsilegur að taka á móti gestunum.

Hann mátti ekkert vera að því að tala við mig í símann í gærkvöldi þar sem hann var uppveðraður, búin að drekka í sig alla athyglina, lesa fyrir Frosta og halda á litli frænku sinni Maríu Fönn. Ég hringdi svo í hann strax í morgun til að óska honum til hamingju og hann var svo glaður........... hann er líka með svo yndislega fallega rödd, sem að minnir mig á að hann er bara svo lítill ennþá, litli strákurinn minn, þó svo hann virki voða stór við hliðina á Reynari frænda sínum ; )
Mér finnst ferlegt að vera ekki hjá honum en samt svo ánægð fyrir hans hönd að vera upplifa þessa ást frá fólkinu hans í eyjum sem öll ætla að gleðja hann í dag. Það er svo frábært að eiga svona gott fólk að, það besta af öllu.

Sigmar er svo ánægður að vera orðin 6 ára og vill helst verða 7 sem allra fyrst en ég sem mamma hans vona bara að næsta ár verði aðeins lengur að líða.

7 Comments:

  • Innilega til hamingju með litla/stóra strákinn með stóru sálina og allar pælingarnar sínar. Hann er svo yndislegur og gefandi gaman að vera í kringum hann.

    Það er alveg pottþétt að hann á eftir að una sér vel hjá ömmu Bobbu og öllum hinum í Eyjum.

    By Anonymous Anonymous, at 3:47 AM  

  • Svo yndislegur þessi elska ég fékk fullt af knúsi frá honum áðan þegar við heimsóttum hann hjá ömmu Bobbu, innilega til hamingju með Sigmar "litla" kv Unnur og Co

    By Anonymous Anonymous, at 6:56 AM  

  • til hamingju með strákinn elsku Berglind mín

    By Anonymous Anonymous, at 9:35 AM  

  • Elsku Berglind og fjsk.
    Til hamingju með stóra strákinn ykkar. Góða góða skemmtun um helgina, og ég veit að það væsir ekki um kútin í eyjum.
    kv Heiða E

    By Anonymous Anonymous, at 12:42 PM  

  • Afmæliskveðjur til Sigmars Snæs!!! Ekki amalegt að eyða helginni í dekur á Faxastígnum. Áfram Vatnsberar!

    By Blogger -(..)-, at 5:58 AM  

  • Enn og aftur til hamingju með afmælið elsku Sigmar okkar var búin að heyra frá mömmu og hún sagði að það hafði verið svaka fjör í afmælinu í Eyjum :)

    knús og kossar

    By Anonymous Anonymous, at 6:28 AM  

  • Til hamingju með strákinn. Hún Bobba hefur nú ekki verið í vandræðum með að galdra fram afmælisveislu handa familíunni. Hann heppinn...krúttlinn

    By Anonymous Anonymous, at 3:00 AM  

Post a Comment

<< Home