101 Shocking moments
Hver hefur ekki pissað í saltan sjó á Íslandi?
Við erum komin af sjómönnum,
landið er alið á fiski,
kvótin er stjórntæki,
fyrir aftan orðið “normal” í orðabókinni stendur “ýsa og karteflur”.
Mamma þín hefur vaðið síld og pabbi þinn gubbað á deck.
Þetta er þjóð með saltvatn í æðum og roð í kinnum (en ekki roða).
Svo fer ég í Bónus (sem býður betur) og í sakleysi mínu renni augum að hollustu sem merkt er 85% protein á TILBOÐI, það var harðfiskur í bitum. Ég finn ekki verðmiða en í brjáluðu kæruleysi kasta ég 200 gramma pokanum í körfuna (smá heilsiviðbit) Dóttir mín segir mér að þetta sé þorramatur og þjóðarstoltið er að rifna innra með mér, ég er náttlega undan Sigga Munda þeim mikla skipstjóra og svo tengdadóttir dóttur Binna í Gröf, já mestu sjómenn eyjanna er fjölskylda mín.
Ég borga matinn og lít svo á verðmiðann (sem ég geri aldrei því ég er kærulaus eyðslukló svona venjulega)
101 Shocking moments; 200 gr af harðfisk á tilboði kosta 989 krónur.
“FRöken það er einhver villa í þessu”
“nei… nei.. þetta er rétt verð”
Ef börnin hefðu ekki verið að spranga í kerrunum við útganginn hefði ég skilað gullinu, en strunsaði út á eftir börnunum svo þau yrðu ekki fyrir bíl.
Ég gat ekki með nokkru móti notið þess að éta þessi 85% protein, heldur bara hugsaði hvað þau kostuðu, mér leið í raun eins og ég væri að tyggja þúsundkallinn minn og missti matarlystina …
Það er hreint "shocking" hvað fólk dekrar kettina sína
Við erum komin af sjómönnum,
landið er alið á fiski,
kvótin er stjórntæki,
fyrir aftan orðið “normal” í orðabókinni stendur “ýsa og karteflur”.
Mamma þín hefur vaðið síld og pabbi þinn gubbað á deck.
Þetta er þjóð með saltvatn í æðum og roð í kinnum (en ekki roða).
Svo fer ég í Bónus (sem býður betur) og í sakleysi mínu renni augum að hollustu sem merkt er 85% protein á TILBOÐI, það var harðfiskur í bitum. Ég finn ekki verðmiða en í brjáluðu kæruleysi kasta ég 200 gramma pokanum í körfuna (smá heilsiviðbit) Dóttir mín segir mér að þetta sé þorramatur og þjóðarstoltið er að rifna innra með mér, ég er náttlega undan Sigga Munda þeim mikla skipstjóra og svo tengdadóttir dóttur Binna í Gröf, já mestu sjómenn eyjanna er fjölskylda mín.
Ég borga matinn og lít svo á verðmiðann (sem ég geri aldrei því ég er kærulaus eyðslukló svona venjulega)
101 Shocking moments; 200 gr af harðfisk á tilboði kosta 989 krónur.
“FRöken það er einhver villa í þessu”
“nei… nei.. þetta er rétt verð”
Ef börnin hefðu ekki verið að spranga í kerrunum við útganginn hefði ég skilað gullinu, en strunsaði út á eftir börnunum svo þau yrðu ekki fyrir bíl.
Ég gat ekki með nokkru móti notið þess að éta þessi 85% protein, heldur bara hugsaði hvað þau kostuðu, mér leið í raun eins og ég væri að tyggja þúsundkallinn minn og missti matarlystina …
![](http://photos1.blogger.com/blogger/2152/700/320/alls%20konar%20035.jpg)
5 Comments:
Váaa hrikalega dýrt prótein. Það er hægt að kaupa harðfisk niðri í Godthab á góðu verði, Bónus er bara briðl...hahaha
En hvað er verið að gera á þessari mynd ???
By
Anonymous, at 6:17 AM
á myndinn er verið að gefa kettinum harðfisk ;)
By
Bella Blogg, at 1:08 AM
JEREMÍAS! ÖSS! þetta er ljóti skandallinn!
en ég er að spekúlera; hvað kostar kíló af flökum út úr búð? svar: mikið
aha.
-voru ekki nokkur flök í pokanum sem níræð, bakveik, lýsisdrekkandi gamalmenni hafa barið til þurrkunar?
=Svona réttlæta harðfiskseljendur eflaust verðið og stunda harðleynilegt verðsamráð í dimmu húsasundi undir fullu tungli.
Ég er alltaf að lenda í að verða hneyksluð á fáránlega ósanngjörnu verðlagi og verð sérstaklega reið út í sjálfa mig ef ég borga þegjandi og hljóðalaust, þá nagar þetta mig allan daginn.
Ef ég aftur móti hef tíma og þor til neita þessu kjaftæði án þess þó að kvelja veslings kassakrakkana þá er samviskan skárri.
t.d. skil ég ekki lógíkina bakvið verðlagið í 11/11 til dæmis. Ís og jarðaber og kassjú-hnetur og súkkulaðisósa=6.845 krónur...nei ég seginúbarasvona. djöfuls röfl og skrifræpa ætlar þetta að verða. ég er hætt. bestu kveðjur ;)
By
-(..)-, at 7:59 AM
Sumir hugsa greinilega betur um gæludýrin sín en fam...haha
kk
efs
By
Anonymous, at 8:03 AM
Já Indiana það var einmitt einn svona harðfiskseljandi úr dimmu húsasundi sem var í innlit útlit um daginn að sýna alla velmegunina, með sófa úr harðfiskroði og allt marr,,, djöf.. pakk
By
Bella Blogg, at 6:07 AM
Post a Comment
<< Home