What a Wonderful world

Thursday, October 27, 2005

Rich bitches !!



Ég fór í afmæli um daginn hjá konu sem ég þekki algjörlega ekki neitt, mig langaði bara út á lífið, hægindastóllinn minn var farin að gróa við rassinn á mér og börnin vildu fara að losna við mig út svo þau gætu fengið tilbreytingu og farið í pössun.
Í svona afmælum er alltaf frítt að drekka, svo það var tilvalið svona til að koma sér af stað. Þetta var frænka vinkonu minnar, svo þegar ég kom á svæðið vissi ég ekki hver það var sem átti afmæli, bara læddist meðfram veggnum að barnum, en það er víst ekki cool að vera með bollu lengur (óldí.. góldí). Ég sá það strax að eyddu gallabuxurnar voru ekki alvega að “fitta” inn þar sem allir voru voðalega stífpressaðir og GLERfínir, vantaði bara að vermiðinn lafði niðrúr hálsmálinu til að undirstrika hversu nýr og dýr fatnaðurinn var. Vinkona mín þekkti marga svo ég var hálfgerð mubla þarna og drakk frekar hratt, en hvað gerir maður annað, þar sem maður þekkir engan og vínið er gefins... ???
Ég hleraði samtölin og voru þau öll á einn veg um hvað ÞÆR höfðu verslað, úr hvernig efni og hvað það hafði kostað í hinum og þessum merkjabúðum (búðir sem mér hefur ekki einu sinni dottið í hug að kíkja inní). Það var þá sem ég áttaði mig á stéttarskiptingunni sem samfylkingin er alltaf nuða um og í mínum þreyttu gallabuxum var mér farið að líða eins og Oliver Tvist.
Ég (white trash , hjólhýsapakk) reyndi að labba aðeins svona um svo fólk færi ekki að taka eftir því að ég þekkti engan og reif í vinkonu mína þegar ég varð desperate, en hún var bara svo ferlega upptekin að ræða um einhverja tösku úr fiskroði sem hún keypti í Soho að hún mátti ekkert vera að því að sinna mér. Ég reyndi í eitt skiptið að taka þátt í samræðum og það var litið á mig eins og ég væri blautur Lassý hundur að míga utan í vegg, svo ég fór bara að snúa mér betur að veggnum og hella ennþá hraðar í mig. Fimm mín seinna kom kelling um fimmtugt og bað mig að fara út með ruslið, þá var ég alveg búin að fá nóg.
Þegar ég slapp svo út í almúgann, varð ég svo fegin ...
ég var í fyrsta skiptið fegin yfir því að vera ekki rík,, því ef að þetta er fylgifiskur þess að vera auðugur þá vildi ég frekar vera Oliver Tvist.... en einhver snobb, grobb gella sem notar pels- túrtappa.

3 Comments:

  • Enda sannað mál að auðugir hafa ekki minni fjárhagsáhyggjur en þeir sem hafa minna milli handanna og ég þykist viss um að þeir eru síst hamingjusamari en hinir. Þá er nú skemmtilegra að skemmta sér með vinkonunum í snjáðu gallabuxunum, syngja hástöfum með Queen og segja einkahúmors-brandara fram á morgun :) kv. Páley.

    By Anonymous Anonymous, at 8:56 AM  

  • Það sannar sig enn og aftur Berglind að þú ert snilldarpenni, og verður eflaust moldrík einn dag vegna góðra skrifa. En ég stórefa að þú verðir þessi "wannabe" pæja sem notar pelstúrtappa. Spurning um að vera samkvæmur sjálfur sér, ekki öðrum.
    Algjör snilli Bella blogg

    kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 1:45 AM  

  • ohhhhh, það er svo æðisleg að fá comment frá ykkur stelpur, makes my day :)

    By Blogger Bella Blogg, at 7:58 AM  

Post a Comment

<< Home