What a Wonderful world

Thursday, October 20, 2005

Hvað í lífinu er fyndnara en prump?

Daglega er ég umkringd virðulegum buisnessmönnum í Boss fötum , stífum skyrtum og rakspíra sem nær niðrá Hlemm. Á mánudaginn sit ég svo á buisnesskaffihúsi þegar einn þeirra stígur upp úr stól og rak svo heiftarlega við að ég hélt að maðurinn hefði klofnað í tvennt. eða amk hafi buxurnar raknað upp á bak, þessi myndarlegi maður gat enga vörn sér veitt, fyrst kom vandæðaleg þvinguð þögn og svo sprakk liðið í kring og hló sig í hel. Hann roðnaði og hló með taugatitring í röddinni, þetta var ekki planað.
Jóga kennarinn á Nordica Spa er huggulegur gaur, sem er eiginlega frekar vandræðalegt og konurnar eru svona frekar vandræðalegar í tímunum svo gerist það einstaka sinnum hjá svona þessum eldri að í miðju “meditation”, einbeitingu og hreinsun hugsana og við erum að rúlla okkur á hryggnum að þögnin er rofin í háværum prum-sinfóníum svo um munar að einu sinni hljóp ein fimmtug konu út og lét aldrei sjá sig framar.
Sumir hafa einstakt lag og geta losað prump í litlum skömmtum svo ekkert beri á og aðrir eru með svona “plufffffffffffff” taktík sem er háfaðaminna en margir vilja segja að lykti þeim mun verra, en það er hægt að taka eftir “pluffff” prumpi með því að horfa á hárið á hnakka viðkomandi sem lyftist aðeins þegar “pluffið” losnar undan buxnastrengnum eftir rasskinnunum. Svo er líka sagt að algjörlega hljóðlaust prump sé “andnauð” ef maður er mjög nálægt, því hefur verð líkt við dauða rottu og væri jafnvel hægt að nota í gasklefa í verstu útrýmingarbúðir. Ég veit um fólk sem prumpar í skrefunum, semsagt prumpar um leið og það stígur niður nokkrum sinnum í röð og það er kæfandi fyndið.

Það er margt fyndið við prump,,, kannist þið ekki við einhverjar prumpsögur..

3 Comments:

  • ohhh ég gleymi því aldrei þegar ég var á fyrsta ári í Framhaldsskólanum og ég var að taka stafsetningapróf... Það var dauðaþögn og ég ætlaði að lauma einu... Þá kom bara þessi líka hávaðinn..prrrrrrrrumpppp.... og allir í bekknum litu við... Ég sat aftast!!!!!!!!!!!
    kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 7:44 AM  

  • waaaaaaahahhhaaaa

    By Blogger Bella Blogg, at 7:56 AM  

  • Ragna þú stalst minni sögu ég get nefnilega ALDREI gleymt þessu arviki þetta var bara snilld. Svo eru nú frændur þínir( Binni og Jói) frægir prumparar þannig að... jæja svona er þessi fjölskylda bara. En spurning með Sigga og Gilla þeir eru nú einu sinni í þessari familíu hvernig eru þeir. lyfta þeir annarri rasskinninni og reka við hátt og illa lyktandi ???

    Og blása svo á mann með sænginni hi hi okkur Binna finnst það alltaf jafn fyndið og rómó..... hí hío híiiii

    By Anonymous Anonymous, at 12:00 PM  

Post a Comment

<< Home