What a Wonderful world

Wednesday, September 20, 2006

Clöru finnst ekkert leiðinlegt að hanga í leikskólanum ;)


Ennnn..
ég hef ekkert getað skrifað að viti síðustu vikur, það er bara þannig að ég var að hefja svaðalegt átak þar sem keppni er hluti af dæminu og þeir sem þekkja mig vita að keppni er mjög alvarlegur hlutur fyrir mér af því ég þoli illa að tapa. Ég geng þó sjaldan svo langt að sparka í rassgatið á dómaranum eins og pabbi gerði um árið en eitthvað af genunum fékk ég og er bara ánægð með það. Eitthvað varð að taka við af Magna æðinu svo nú sit ég hér fötluð af harðsperrum í vöðvum sem hafa verið sofandi frá því ég fæddist. Ég læt mig síga á klósettið og held niðrí mér hóstanum af sársauka þar sem öll hreyfing er skelfing, vagga í hverju skrefi eins og það vanti á mig tíu tær og sviðna í upphandleggjunum við að laga á mér hárið. ERfitt ?

Ég las einmitt gamalt blogg frá mér í gær um líkamsræktarstöðvar og þetta er nákvæmlega sama tilfinningin, læt það fylgja svona að ganni ;)

Hvað er málið með þessar líkamsræktarstöðvar, afhverju eru klefarnir alltaf hafðir svona litlir? Hafiði pælt í því? Það á kannski ekki við um Laugar þar sem allt er svo stórt að maður ferðast berrasaður um allt eins og maður sé að versla í Bónus. Enn í lang flestum tilfellum er allt svo þröngt að maður þarf að vera búin að æfa jóga í 20 ár til að geta klætt sig úr án þess að límast við einhvern sveittann kerlingarass eða fá jarðaberja svita rollon uppí augað. Svo hamast maður við að koma sér í föt þarna í miðjum táfýlu-, svita- gufu klefanum og eftir nokkur olnbogaskot fyrir framan spegilinn hrökklast maður út jafn sveittur og þegar maður fór inn. Drives me NUTS !

p.s ég er einmitt að æfa í Laugum núna, berrasaða bónus hihi
Annars er ég með frábæra hugmynd fyrir þá sem eru í sálfræði, tékkið á fólkinu í líkamsrætarstöðvunum það er ákveðin hópur þarna sem er ekki alveg NORM, engir fordómar sko, ekkert slæmt að vera SPES ;)

5 Comments:

  • Jæja nú skal það gerast!!!
    Var einmitt að kaupa mér kort í Wc, og á við sama vandamál að stríða. Þetta með að setjast á klósettið er algjört hell. Á hvaða tíma er frúin í spriklinu??
    Væri gaman að hitta þig, þar sem að nú er ég komin til landsins finally.
    Baráttuharðsperrukveðjur

    Heiða E

    By Anonymous Anonymous, at 1:00 PM  

  • ooo Berglind þú ert alltaf svo dugleg í þessu sprikli. Og svo fékk ég mega móral að sjá þig á boozt bar í Kringlunni þar sem ég var nýbúin að raða í mig kaloríum. Nei það var bar fyndið. En tak for sist... þú ert alltaf sama dúllan. Kv. Fúll á móti.

    By Anonymous Anonymous, at 1:37 AM  

  • Hey ! þið báðar hérna að ofan þurfið að fara koma til mín kaffi og ekkert múður ;) Látið mig bara vita með smá fyrirvara svo ég geti hent öllu draslinu undir rúm eða eikkað ..hehe

    Ég er í spriklinu í hádeginu eða kl 8:00 meðan þessi einkaþjálfun er í gangi allavega, það væri nú að við hittumst loksins eftir einhver ár kófsveittar á brettinu haha

    By Blogger Bella Blogg, at 2:34 AM  

  • OOO Berglind ég tek þig sko á orðinu með þetta heimboð. Læt þig vita þegar ég kem næst suður. Hugsa alltaf til þí þegar ég fer til Rögnu hvort við ættum að líta yfir, geri það næst.... tek kannski gamla með.

    By Anonymous Anonymous, at 1:40 PM  

  • já sama hér, ég mæti í kaffi eh daginn. Þú eða þið eruð að sjálfsögðu velkomin í kaffi í Mosó líka
    Verðum bara í bandi fljótlega.
    kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 5:13 AM  

Post a Comment

<< Home