Veit einhver hvar maður fær sokka á 6 ára sem duga lengur en eina viku ? (án gríns)
Drengurinn er búinn að vera 3 vikur í skóla og hann er;
Búinn að klára upp 3 pör af sokkum
Gera göt á þrennar buxur
týna strigaskónum sínum
eyðileggja stigvelin sín
týna nestisbrúsanum og húfunni
Maður verður bara alveg gjaldþrota eftir veturinn !
9 Comments:
hahahahaha... Svona var þetta líka í fyrra hjá mér... Reyndar ekki alveg svona slæmt....F.B hefur ekki enn náð að týna af sér skónum..;) Húfu og vettlingakaup tóku stóran toll í fyrra... Og aðeins ein húfa hefur týnst á þessari önn.... Kalla það góðan árangur eftir massívan heilaþvott...:)
By Anonymous, at 9:11 AM
Iss... þetta er enn svona hjá mér!!! Og þau eru komin í fjórða og sjötta bekk!!! Leikfimispokinn týndur eftir einn leikfimistíma, með nýju innanhússkónum!!! Fannst sem betur fer viku seinna eftir nokkrar leitarferðir í íþróttahúsið... neinei hékk ekki pokinn á sínum snaga í skólanum!
By Anonymous, at 4:31 PM
Mín eru bæði svona... stelpa og strákur!!!
By Anonymous, at 3:07 PM
Ég var nú aðeins of fljót á mér í síðasta kommenti....
F.B náði að týna af sér skónum um helgina. Strigaskórinn hans datt ofan í sprungu í hrauninu. Þetta var djúp og þröng sprunga og ekki nokkur lifandi leið fær að bjarga skónum úr prísundinni.....
Ferð í skóbúðina er því óhjákvæmileg....
By Anonymous, at 1:25 AM
hahaha þetta er ferlegt
Mér finnst ég vera að senda barnið í klær ófreskjunnar þegar hann fer í skólann, hann kemur allur svo tættur til baka. Hann kom semsgat í stelpustigvelum heim um daginn sem reyndar voru eins og hans nema merkt einhverri stelpu og nýju adidas strigaskórnir ekki sést síðan. Þegar siggi sótti hann á föstudag var hann allur kolsvartur innan í lófunum , þá var verið að malbika rétt hjá skólanum, dísess og marr fór að versla um helgina. gott að vita að það eru fleiri sem eiga börn jafn utan við sig ;)En Sigþóra varir þetta uppí 6 bekk OMG
By Bella Blogg, at 2:42 AM
hhaha þau hætta þessu aldrei. F.S.B. er í 7. bekk og er búinn að týna 13 húfum síðan um áramót. Endaði með því að ég keypti ljótustu kallahúfu sem ég fann í Skýlinu og já hún er ekki ennþá týnd. En allar adidas, Nike og 66 N húfur fjúka út í veður og vind.
En elsku Berglind, ég lánaði þér nú oft vettlinga þegar þú fannst bara einn. Mér finnst það alltaf jafn krúttleg minning. Siggi var nú líka ekkert lengi að týna leðurhönskunum hans Binna (sem ég gaf honum í jólagjöf by the way) sem hann lánaði honum ein jólin ehehehehe alltaf jafn fyndið. Eruð þið Siggi ekki bara smá svona sjálf... mér finnst þetta svolítið krúttlegt.
By Anonymous, at 1:34 AM
hmm smá svona sjálf... ég held bara MIKIÐ svona sjálf, við týnum öllu, svo við getum ekki annað en búist við þessu af börnunum okkar þannig er það nú bara.
Já ég var alltaf með einn vetling haha.. það er rétt.. ég ætla að hugsa um það næst þegar ég fer að skamma sigmar fyrir að týna einvherju ;)
By Bella Blogg, at 3:45 AM
Berglind mín, það er úthlutun í Fataflokkun alla miðvikudaga frá 9-14, færð örugglega sokka og fleira nýtanlegt þar :)
By Anonymous, at 4:26 AM
hahha, takk Linda ;)
By Bella Blogg, at 7:17 AM
Post a Comment
<< Home