What a Wonderful world

Wednesday, December 07, 2005

Jólastress- bless bless.......



Eins fáránlega og það hljómar þá er til eitthvað sem kallast jólaSTRESS. Fyrir nokkra afslappaða, helga og yndslega daga jóla þar sem við finnum svo mikin frið þá er eins og við þurfum að hlaupa í ófrið í 23 daga áður svo hægt sé að hafa þessa hina örfáu daga svona “fullkomna”. Í kasti erum við oft að hendast til að gera ALLT sem þarf að gera, með arma eins og kolkrabbar og augu á hnakkanum og þessir dagar eru einfaldlega “pain in the ass”. Í búðunum er allt vitlaust að gera, fólk fyrir aftan mann er með innkaupagrind uppí rassinum á manni, öll jólaljósin gera mann blindann svo maður getur ekki ákveðið hvað maður á að kaupa enda er enginn peningur til því allir seðlar hafa farið til styrktar þeirra allra sem hringt hafa og bankað uppá í nóvember og desember (er nú samt ekkert á sjá eftir því).
Einhver fróður segir “jólin koma þó maður baki ekki”og “jólin koma þó allt sé ekki tandurhreint” en enginn trúi því og fólk hamast við að þrífa bakvið eldavélar með eyrnapinnum og fyllist samviskubiti ef það bakar ekki “sörurnar” hennar ömmu. Börnin verða undir í látunum og þeim finnst Kringlan vera stór ófreskja sem þau neita að ganga í ginið á og taka mótþróaköst við þessum hamagangi.
Sem betur fer vinnur leikskóli barna minna gegn þessu jólastressi og börnin fara í slökun og sitja heilmikið við kertaljós, kósý og rólegheit, leikskólinn hvetur foreldra einnig til að skilja börnin frekar eftir í leikskólanum frekar en að taka þau með í jólaverslun því það sé hrein og bein pína fyrir þau.
Með þessu orðum vil ég hvetja ykkur kæru vinir til að skoða ykkar undirbúning, því jólastress er ekki eitthvað sem við ætlum okkur heldur læðist inn og áður en við vitum af er þetta orðið erfitt og leiðinlegt. Jólaundirbúningur á að vera skemmtilegur og gefandi ekki leiðinda SKILDA. Það vill enginn fá jólkort frá þér ef þú hefur ekki nennt að skrifa það, það vill enginn fá jólagjöf sem var keypt í svo miklu stressi að börnin þín grétu í innkaupakerrunni með sárum ekka á meðan eða gjöf sem var svo dýr að þú ert með kvíðahnút í maganum yfir því.
You can do it...
Gangi ykkur vel í undibúningnum !!
p.s við náðum að flýja jólastress í fyrra og fórum uppí bústað með börnin eina helgi, gsm símar á OFF, ekkert sjónvarp, bara kerti, jólalög, bökuðum piparkökur og skrifuðum jólkort í ró og næði og það var æði.
.mæli með því..

6 Comments:

  • ég get nú bara sagt að ég er ekki búin að skreyta baun og ætla ekki að gera það. Ekki búin að kaupa jólafötin(enda verð ég bara í gömlu Nike stuttbuxunum) kaupi smákökur hjá Arnóri og allir bara sáttir.

    By Anonymous Anonymous, at 9:12 AM  

  • Undan farin ár hef ég alltaf verið með allt á seinustu mín...Er að stinga ryksugunni inn í skáp með annarri og set steikina á borðið með hinni. Þetta verið þannig að ég hef ekki bakað, ekki verið með eyrnapinna út í öllum hornum og get lofaði því að jólin koma samt og ég sofna ekki ofaní forréttinn. Það var þannig að ég byrjaði(fyrir mörgum árum, þegar ég var fyrirmyndahúsmóðir)snemma og ætlað að tók þetta með stæl og dundaði við þetta frá miðjum nóvember - þá náði maður alveg 6 vikna stressi,tíu sortum (sem að ég sá sjálf um éta), taka alla veggi, loft og skápa, svo þreytt á aðfangadagskvöld að maður hefur ekki notið þess að vera með börnunum sínum og var í nokkra daga að jafna mig.
    Kv. Ella gella

    By Anonymous Anonymous, at 2:34 PM  

  • Þar sem ég er kærulausari en andskotinn þá er ég blessunarlega laus við allar jólaáhyggjur og stress.. Ég viðurkenni þó að ég sé stressið en ég læt það ekki hafa áhrif á mig.. Sölubæklingarnir fara beint í ruslið og ég heimsæki helst ekki verslunarmiðstöðvarnar með öllu sínu brjálæði.. Kíki frekar á Laugarveginn og passa að fara ekki á háannatíma...Þrif eru gerð í rólegheitunum og eftir nennu. Eina sem nær að stressa mig er hvort jólagjafirnar mínar nái að slá í gegn.. En þær eru allavega gefnar af heilum hug. Það hlýtur að telja eitthvað... Ég lít svo á að aðventan eigi að vera tími samveru og gleði. Aðventan á ekki að snúast um að fá meira af öllu og gera meira af öllu.. Mér líst ekkert á þessa þróun þar sem fólk drekkur meira, borðar endalaust meira á jólahlaðborðum og eyðir endalaust meiri pening. Kannski er bara gott að halda fast í hversdaginn á aðventunni og njóta sín svo í botn á jólunum. Þá verður tilbreytingin og gleðin enn meiri... Ég hef trú á því að maður eigi að njóta andlegs fóðurs á aðventunni og kenna börnunum að njóta tímans í rólegheitunum með fjölskyldunni....kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 2:23 AM  

  • Þar eð prófatíminn drekkir aðventunni er maður stressaður af öðrum orsökum. Hef reynt að halda í horfið en baka ekki ef ég hef ekki tíma. Kaupi þá frekar uppáhaldspiparkökurnar og tek frekar kvöldstund frá próflestri í að skreyta þessar 'svindl'piparkökur með uppáhaldsfólkinu mínu. Í ár hef ég ekki tíma til að skrifa jólakort, því einsog þú réttilega bentir á, þá vil ég ekki skrifa þau hraðskrift og fárast yfir hvað ég þekki orðið marga :o) Þá sleppi ég því frekar og sendi kannski bara skemmtilegra jólakort að ári. Varðandi auglýsingabæklingna... þá finnst mér þeir svo óforskammaðir. Þú bara verður að kaupa þessa og þessa vöru handa maka/barni/foreldra, annars ertu ekki maður með mönnum. Auðvitað ættu þeir bara að koma hreint fram og segja: "Varan okkar er það eina sem getur glatt ástvini þína og ef þú tímir því ekki ertu nískur andskoti og færð martraðir á aðventunni... gott á þig". Don't get me started um auglýsingar beindar að börnum!!! Aðventan snýst meira um peningaplokk og einhverja fullkomnun sem er svo gegnsæ og hallærisleg... og við gleypum bara alltof oft við þessu. Í ár verður ekki bakað, engin jólakort, gjafirnar ansi vel útpældar út frá hagsýnissjónarmiði en... jólin munu koma og aðfangadagur með öllum sínum töfrum mun gleðja mig og börnin mín alveg jafn mikið... hvort sem ég hef humar sem kostaði 5000 kr kílóið eða rækjukokteil ;o) (Sorry, pistillinn þinn bara var einsog sprautaður úr mínum barmi hehehehe)... Kv, JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 1:36 PM  

  • Ég er sem betur fer blessunarlega laus við jólastressið líka og finnst þessi tími bara yndislegur í alla staði. Aldrei þessu vant er ég ekki í prófum þar til korter í jól eða á kafi í vinnu. Ég er því búin að vera að dunda mér við jólakortaskrif, búin að kaupa allar jólagjafir og meira að segja pakka þeim flestum inn :) Ætla því að nota síðustu daga fram að jólum í að vafra um bæinn við tækifæri, gera hreingerningu í rólegheitum og kannski baka piparkökur til að fá lyktina í húsið (finnst deigið nefnilega betra en kökurnar sjálfar). Svo langar mig óneitanlega mikið að komast á jóla/aðventutónleika en það veltur allt á litlu dömunni hvort það er hægt. Við Bjössi fórum í Langholtskirkju í fyrra og ég mæli með því við ykkur öll að fara á slíka tónleika - hafi maður verið í jólaskapi fyrir þá náði maður nýjum hæðum eftir tónleikana :) Kær kveðja og njótið daganna framundan, Beta.

    By Anonymous Anonymous, at 7:32 AM  

  • Stress hvað er það eitthvað sem ég þekki ekki bara ný komin frá Florída ekki beint heitt frekar kalt ef eitthvað var 17 til 22 er kalt þar annars bara óskum við hér öllum Gleðilegra Jóla
    fjölskyldan á Austurströnd 2

    By Anonymous Anonymous, at 1:42 AM  

Post a Comment

<< Home