What a Wonderful world

Thursday, December 01, 2005

Ein mesta snilld

Þvílíkur innblástur í morgunsárið !!!
Í stóra glerhúsinu sem ég vinn í er auglýsingaskrifstofan Gott fólk einhversstaðar á hæðunum fyrir ofan mig. Þeir hafa verið að auglýsa eftir góðu fólki í vinnu hjá sér og settu eina auglýsingu í blaðið. (ekkert merkilegt við það) En svo þegar ég mæti í morgun situr maður (drengur á mínum aldri) við útidyrahurðina, situr á stól sem hann hefur tekið með að heiman og heldur á kaffibolla og er að lesa bók í makindum sínum, öllu heldur Mýrina (eftir hinn fræga Arnald Indriða sem vann til verlauna um daginn),gaurinn var rauður á nefinu af kulda, samt með húfu og allar græjur. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að að hann sé að sníkja, selja eða safna fyrir einhvern málstað , já eða jafnvel mótmæla. Á meðan ég stend þarna föst í sporunum og er að reyna að ná þessu dregur hann fram jóla piparkökur og bíður mér mjög kurteisislega,... ég get ekki rifið mig frá þessu og fæ mér piparköku en hann er ekki en búin að reyna að selja mér neitt. Svo er mér litið á stærðarinnar spjald sem var við hliðiná honum og þar er hann búinn að stækka upp auglýsinguna frá Góðu fólki auglýsingastofu 1 og 1/2 meter á hæð og þar stendur eins og gengur og gerist í svona auglýsignum .. Gott fólk óskar eftir fólki..... nema hvað gaurinn er búinn að strika yfir "fólki" og skrifa MÉR ....til starfa hjá..... og ég stama uppúr mér.."hvað segirðu hvað ertu að gera....?" og hann segir mjög glaður "ég er að sækja um vinnu, mér hefur alltaf langað að vinna á auglýsingastofu"...þá leið næstum yfir mig af hrifningu.... Þvílík snilld..... Hvernig er hægt að sækja betur um vinnu á auglýsingastofu en svona?.. að auglýsa sjálfan sig svona snilldar vel... Þetta er innblástur vikunnar,, ég vona svo sannarlega að hann fái djobbið!!

2 Comments:

  • Frábært uppátæki hjá honum og það er nokkuð ljóst að þegar farið verður yfir umsóknirnar muna stjórnendurnir eftir honum; "já þessi með spjaldið...." Og enn meira brill þar sem hann er að sækja um á auglýsingastofu og þar þarf nú frjóa hugsun og frumlegheit! Vona að hann fái vinnunna :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 9:29 AM  

  • Sé þig anda, strunsa að húsinu, tilbúin að æpa á manninn, að þú ætli ekki að kaupa neitt og ekki gefa honum AUR...Gaurinn kom þér gjörsamlega á óvart og vondandi þeim sem að eru þarna á hæðinni fyrir ofan á svarta malbikinu.
    Kveðja
    Ella gella

    By Anonymous Anonymous, at 10:48 AM  

Post a Comment

<< Home