What a Wonderful world

Friday, December 02, 2005

True Story

Hér kemur saga sem vinkona mín sendi mér um daginn, hún er algjörlega dagsönn.
Þetta sendi hún mér;


Ég á ekkert blogg til þess að skrifa skemmtilegar sögur á þannig að ég ákvað að senda þér eina góða í pósti.

Það var á laugardagskvöldi, frekar seint og farið að dimma örlítið, við mútta stóðum við borðstofugluggann og vorum að spjalla saman. Við sjáum mann koma labbandi eftir gangstéttinni, hann kemur að hliðinu að húsinu okkar og vippar sér inn í garðinn. Hann er eitthvað að væflast þar dágóða stund en við sjáum ekki alveg hvað hann er að gera. En allt í einu sjáum við að hann er að labba út um hliðið aftur og heldur áfram eftir gangstéttinni, einsog að hann hefði bara tekið þarna smá krók á leið sinni. Daginn eftir var mjög gott veður og við erum úti í garði, ég og mútta erum að hjálpast að við að klippa runnana við gangstéttina. Í runnabeðinu þar sem maðurinn hafði verið að væflast kvöldinu áður sjáum við seðlaveski liggja við hliðina á þvílíkri “mannaskítsdellu”. Úps - manninum hafði þá greinilega orðið brátt í brók og vippað sér inn í garðinn hjá okkur og látið það vaða þar í runnabeðið en orðið svo óheppinn að missa seðlaveskið sitt við athöfnina. Mamma tekur upp seðlaveskið og sér að í því er slatti af peningum og skilrík mannsins sem var rúmlega sextugur. Við förum inn og mútta hringir í manninn og segir að hún hafi fundið eigur hans í garðinum okkar og hvort að hann vilji ekki koma og sækja þær. Maður var afskaplega ánægður með að hún skildi hringja og láta hann vita og sagðist verða kominn eftir hálftíma eða svo. Hálftíma seinna hringir dyrabjallan, mútta stekkur til dyra. Ég heyri að útidyrunum er lokað en mútta kemur ekki strax til baka. Ég fer út í borðstofugluggann og sé múttu standa yfir manninum þar sem að hann er með plastpoka að taka upp “delluna”. Hvað var í gangi þarna úti !!! Þegar mútta kemur inn spyr ég hana hvað hún hafi sagt við manninn. “Hva – spurði hvort að hann væri nú kominn til að hirða allar eigur sínar. Labbaði með honum út í garð, rétti honum plastpoka og benti honum á delluna. Þegar hann var búinn að því, rétti ég honum veskið. Það kemur sko enginn og drullar í minn garð.”

6 Comments:

  • wahahahahaha... Þvílíkur óbjóður... Gott hjá múttunni að láta sextuga (nota bene) kallinn hirða allt sitt úr garðinum... Spurning þó hvort mannarinn hefði ekki bara orðið góður áburður. :)
    kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 3:26 PM  

  • Berglind Sigmarsdóttir... Átt þú verðlaunakrans í Hús og Híbýli???? Litla listakona...:) kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 10:51 AM  

  • já hehe.. er blaðið komið út ???

    Ég var að klára myndirnar hennar Unnar og fer þá að byrja á þínum :)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:23 AM  

  • Já blaðið er komið út og þar er þessi líka fína mynd af þessum glæsilega kransi...:) Mann langar eiginlega bara að borða hann..hihi...:) Til hamingju með þetta.. kv. ragnajenny...

    By Anonymous Anonymous, at 1:33 AM  

  • takk ;) ég held einmitt að svona krans henti ekki á heimili þar sem börn eru á aldri á við þína litlu snúllu, þá er hætta á að hann verði étinn , heheh..
    verð að kaupa mér blaðið..

    By Blogger Bella Blogg, at 3:04 AM  

  • Mér fannst nú þessi krans sem vann bara vera brunaslys -"waiting to happen" hún þyrfti bara að bleyta mosann með bensíni þá getur hún verið viss um að húsið fuðri upp (..hehe ógesslega öfundsjúk..)

    By Blogger Bella Blogg, at 5:33 AM  

Post a Comment

<< Home