What a Wonderful world

Saturday, September 02, 2006

Ferlegur föstudagur !!



Föstudagurinn fyrir rúmri viku síðan var “cursed”.
Ég “einstæð” móðir eins og svo marga aðra daga vikunnar, frekar pirruð og þreytt enda föstudagsfiðringur í gangi sem átti sér enga von á útrás. Sjónvarpsdagskráin jafn sorgleg og aðra föstudaga og ég reif síðasta hálmstráið, gömlu reddinguna og ákvað að leigja DVD. Ég var ákveðin í því að veist að leigan varð fyrir valinu yrði botninum náð með stelpu-unglingamynd sem mig langar stundum að hella mér í en Siggi gefur mér aldrei tækifæri á svo nú yrði það “cheesee”. Börnin kættust framúr öllu við það að velja sér mynd og tóku heilan klukkutíma að velja sér og eftir hártog og garg, varð þreytta mamman að leyfa tvær myndir því ekki var séns á samkomulagi frekar en að Davíð og Ingibjörg Sólrún tækju sömu myndina. Það komst niðurstaða og hlaupið var á nammibarinn og pokarnir úttroðnir af gúmmíormum og öðrum litarefnum. Alsæl komum við að búðarborðinu og við tók afgreiðsla en 10 aðrir önduðu yfir axlirnar á okkur eftir afgreiðslu. Gaurinn tekur kennitöluna og pikkar inn, eftir andartak segir unglingaófétið OF hátt “ÞAÐ ER BARA BÚIÐ AÐ LOKA Á YKKUR OG SKULDIN ER KOMIN Í INTRUM” (fyrir þá sem ekki vita er það innheimta sem smyr óhóflegu magni fjár á upprunalega upphæð bara fyrir það að hóta lögsóknum) ég náttlega bara bráðna og verð reið allt saman á sama augnablikinu. Og spyr unglingaófetið “Hva meinarðu, skulda ég ????” og á meðan hoppar Clara í rassvasanum á mér “mamma má ég fá spóluna”….. og ég get svarið fyrir það mér liði ekki verr þó hún hefði rifið niðrum mig buxurnar á staðnum. JÁ .. (segir unglingaófetið) Það er mynd hérna sem hefur gleymst að skila í tvo daga og hefur ekki verið greidd , þúsund krónur og því hefur skuldinn verið send til Intrum, hefurðu ekkert heyrt í þeim”
NEIIIIIIIIIIIIIIIII (svara ég ) og það ríkur uppúr hausnum á mér, Get ég ekki bara borgað þennan þúsundkall???
Nei “þú getur náttlega bara tekið þessar spólur á aðra kennitölu” (segir unglingaófétið) á meðan öll runann af kúnnunum horfa á mig eins og glæpamann.
“NEI ég hef engann áhuga á því “ segi ég og vill ekki ræða þetta meir og finna meiri niðurlægingu enn ég finn nú þegar,, ég reyni að rjúka út en börnin eru farin að éta nammið úr pokunum svo nema ég vilji lögguna senda á mig neyðist ég til að snúa til baka og borga það og Sigmar hoppar “mamma hvar er STARWARS spólan ,, mamma… hvar er starwarsspólan”……
Ég hleyp svo út í bíl með börnin á eftir mér sem ekkert skilja hvað gengur á. xxxxx VIDEO til hamingju þið eruð verst rekna fyrirtæki sem ég hef nokkurntímann rekist á og mörg hafa þau nú ekki mellufæran standard, ég bíð spennt eftir reikningum frá Intrum.

Þegar manni líður eins og “nobody” er ekkert sem getur læknað það, en til að deyfa sársaukann tek ég stefnuna á skyndibita, eitthvað nógu andsk. feitt og hlaðið hitaeiningum sem sprengja alla skala.
REIÐ og “upset” keyri ég á næstu skyndibitakeðju og bíð í röð dauðans eftir lyfinu mínu, það er FÖSTUDAGUR for crying out loud, I need some happynesssssssssss. ÉG kaupi feita máltíð og bruna heim, börnin ekkert að skilja þetta. Þegar komið er heim og ég hef gefið þeim á disk , náð í að drekka og gert allt sem mömmur eiga að gera svo maturinn þeirra sé örugglega ískaldur þegar kemur að þeim sjálfum og ég bít af mikilli áfergju og nautn í djúsí stykkið finn ég eitthvað svolítið undarlegt, eitthvað svona “out of the ordinary” og ég ríf úr mér matinn ,,,,,WHATTTTTTTTTT…….. hvað er þetta ???????? gúmmí……NEI GÚMMÍHANSKI…. Hmmm átti hann að fylgja með…. Fingur af gúmmíhanska… ÚFFFF…. (þið hefðuð ekki viljað vera þarna) ég kúgaðist og grítti draslinu í ruslið, fór svo nokkrum mín seinna og náði í sönnunargagnið, setti það í skál til betri tíma (ef ég væri í CSI gæti ég fundið út úr þessu strax) Ég man ekki eftir öðru eins ógeði síðan ég steig óvart í mannaskít niðrí dal í einhverri vorferðinni þangað, af einhverri fáránlegri ástæðu höfðum við vinkonurnar farið úr skónum til að hlaupa í grasinu og þurfti ég endilega að stíga beint í volgann túrista mannarann sem smeig svona þétt uppá milli tánna. Það má segja að þessi lífsreynsla með gúmmíhanskann hafi komið í annað sætið á eftir þessu.
Gúmmíhanskinn var raunverulegur og það eina sem mér datt í hug á þessum tímapunkti var að hringja í einhvern til að fá andlega aðstoð en hvað setti punktinn yfir I-ið , hver var rúsínan í pylsuendanum, kirsuberið á ístoppinn…. JÚ Síminn dó dauða sínum, hann kvaddi á þeim tímapunkti er ég þurfti einmitt mest á honum að halda helvítið. Ég hafði snúið mér of skart eftir nokkra bjóra inná baði um daginn og hann hafði tekið flugið í klósettið í nokkrar sek, búin að vera í andaslitrunum síðust daga en valdi að deyja akkurat þegar ég þurfti mest að hringja, sennilega til að hefna sín á áralangri misnotkun.
Ef að mér hefur einhverntímann langað í Gin og tonic þá var það þarna.

10 Comments:

  • Jeremías Berglind!!!!! Freeky friday, svo ekki sé MINNA sagt...;) Ég og Garðar grenjuðum úr hlátri yfir morgunkaffinu........:)

    By Anonymous Anonymous, at 3:36 AM  

  • Þú ert óborganleg... Ji, hvað ég er nú samt fegin að hafa ekki fengið gúmmíhanskann uppí mig... lýsingin var nóg til að ég kúgaðist!!! kv. Sigþóra P.s. vona að næsti föstudagur verði betri við þig!

    By Anonymous Anonymous, at 4:53 AM  

  • Ef allt er eðlilegt ættir þú að eiga inni fríar mátlíðir hjá þessu skyndibitakompaníi á hverjum föstudegi út árið !!!

    By Anonymous Anonymous, at 5:07 AM  

  • góð hugmynd Geir ;)

    Ég fékk reyndar eina fría máltíð á fjölskylduna og lét það því vera að nefna nafn þeirra hér, það er svo auðvelt að semja við mig.
    En bónus video þeir meiga éta það sem úti frýs og alla gúmmíhanska heimsins !!
    By the way þegar ég steig í mannarann þá flaug í gegnum hausinn á mér bara þetta eina skipti í lífinu var ég til í að vera einfætt..haha

    By Blogger Bella Blogg, at 7:37 AM  

  • bwahahahaha það sem ekki getur gerst á sama tímanum bara svona til þess að ýta aðeins fastar á stuðtakkann.

    þurfum að fara láta þig fá so you think you can dance seríuna hún er æði svo er þér náttúrulega velkomið að hringja þegar næstu leiðindi dynja yfir og ég bjarga heiminum :) ahhah

    By Anonymous Anonymous, at 12:11 PM  

  • Oh my goddddddddddddd, segi ekki annað eftir þennan lestur. Ég held að ég skuldi spóluleigu á tveim stöðum svo ekki á ég von á góðu :)
    Vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða gráta þegar ég las þetta en ég grét af hlátri. Elsku Berglind þú átt alla mína samúð eftir svona dag og það á föstudegi.

    By Anonymous Anonymous, at 4:59 PM  

  • Ég fekk mér reyndar hvorki gin né tonic þarna um kvöldið en ég sé það svona eftirá að hyggja var það nátlega bara rugl.

    En miðað við viðbrögð ykkar þá hringi ég í ykkur næst eftir samúð ;) þ.a.s ef síminn verður í lagi...

    By Blogger Bella Blogg, at 3:20 AM  

  • Verð nú að bæta því við hérna að ég hringdi í Intrum og það var enginn skuld þar, ekki alveg að skilja þetta allt saman.
    En Unnur takk fyrir að bæta við skandalinn hérna með kjúklingasögunni ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 3:02 AM  

  • Ótrúlegur föstudagur hjá þér. Sé þig alveg fyrir mér í þessum aðstæðum með börnin hangandi í buxunum á þér og ekkert að ganga upp. Hringdu bara í mig næst og ég býð þér í g&t meðan börnin skæruliðast saman.
    Ótrúlegir eigendur þessarra videóleiga, rosalegir buissness kallar að halda að þetta virki. Í staðinn fyrir að hringja í viðkomandi og minna á skuldina og gefa þá viðskiptavinunum alla vega tækifæri að borga skuldina. En nei í staðinn nota þeir þessa frábæru leið og missa þá marga góða kúnna fyrir vikið. Ég veit að Ríkið á Snorrabrautinni notar sömu aðferð. Alla vega ætla ég ekki í Bónusvideó eftir þessa sögu og ekki í Ríkið.
    Kv. Kristín Inga

    By Anonymous Anonymous, at 6:19 AM  

  • Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Jesús hvílíkur dagur. En þetta með gúmmíhanskann ojjjj... en mannarinn var verri. Klístraður milli tánna ojjj.... Ég hefði tryllst þetta sama kvöld ætt niður á búlluna og gert allt vitlaust. Mér finnst þú iga að fá frían mat í mánuð, reyndar væri það svo sem ekki gott miðað við innihaldslýsinguna og kaloríurnar.

    By Anonymous Anonymous, at 1:27 AM  

Post a Comment

<< Home